Draumar geta ræst - lag Barnamenningarhátíðar í Reykjavík 2019

Skóli og frístund Menning og listir

""

Draumar geta ræst er nýtt lag Barnamenningarhátíðar í Reykjavík 2019. Það er samið af Jóni Jónssyni við texta Braga Valdimars Skúlasonar.

Lagið varð til í góðu samstarfi við börn í 4. bekk í grunnskólum borgarinnar. Börnin horfðu á leikþátt sem fjallaði um að láta sig dreyma og að láta drauma sína rætast. Að því loknu veltu þau fyrir sér spurningum um hverjir draumar þeirra væru, fyrir þau sjálf, aðra og fyrir allan heiminn. Verkefnið tengist innleiðingu nýrrar menntastefnu Reykjavíkur en yfirskrift hennar er: „Látum draumana ræstast“.

Bragi Valdimar fékk svör barnanna og vann upp úr þeim texta sem Jón Jónsson samdi lag við textann og nefnist það Draumar geta ræst. Krakkarnir munu flytja það með Jóni Jónssyni í Eldborgarsal Hörpu á opnunarviðburði hátíðarinnar sem er boðssýning fyrir nemendur 4. bekkjar í grunnskólum borgarinnar sem fer fram þann 9. apríl. nk.

Jón frumflutti lagið í sal Breiðholtsskóla fyrir nemendur 4. bekkjar Breiðholtsskóla, Hólabrekkuskóla og Fellaskóla í dag og vakti lagið mikla lukku. 

 Draumar geta ræst á Youtube.

Á Barnamenningarhátíð 2019 býður Breiðholt sérstaklega í heimsókn og verður fjölbreytt dagskrá fyrir fjölskyldur í Gerðubergi helgina 13. og 14. apríl nk.

Dagskrá Barnamenningarhátíðar er öllum opin og frítt inn á alla viðburði.