Deiliskipulag Stekkjarbakka tók breytingum eftir ábendingar

Umhverfi Stjórnsýsla

""

Brugðist hefur verið við ábendingum sem Reykjavíkurborg bárust við auglýsingu um breytt deiliskipulag við Stekkjarbakka. Breytt tillaga var samþykkt í borgarráði í dag. 

„Við sjáum fram á jákvæða uppbyggingu sem eykur mannlíf á svæðinu og heldur á lofti grænni hugmyndafræði,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs.

Um er að ræða breytingu á skipulag á svæðinu norðan Stekkjarbakka, sem í aðalskipulagi Reykjavíkur er skilgreint sem opið svæði og þróunarsvæði.

Í deiliskipulagstillögunni eru skilgreindar nýjar lóðir, byggingarreitir og hámarks byggingarmagn. Á grundvelli athugasemda sem bárust voru gerðar eftirfarandi breytingar á upphaflegu tillögunni:

  • mörk deiliskipulagsbreytingar eru færð lítillega til suðurs, út fyrir mörk svæðis á náttúruminjaskrá
  • auðkenningu fyrir fornleifar (Vatnsveituveg) er bætt við
  • skýringu fyrir kvöð um aðkomu að lóð Veitna er bætt við
  • merkingu fyrir borholur Veitna er  bætt við
  • mörkum svæða á náttúruminjaskrá er bætt við
  • mörkum hverfisverndar úr Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er bætt við
  • settur er fyrrivari um útfærslu og byggingarefni tengibyggingar sem liggur yfir fráveitulögn í greinargerð skipulagsins 3. kafla: Almennir lóðaskilmálar. Útfært á hönnunarstigi bygginga.
  • runna- og trjágróðri er bætt við norðan Stekkjarbakka
  • kosti B varðandi mögulega legu fráveitulagnar er bætt við

Uppdrættir hafa einnig verið uppfærðir og á þeim eru m.a. sýndar nýjar aðkomur inn á svæðið og fjöldi bílastæða skilgreindur.  Upphaflega tillagan var auglýst frá 21. janúar til 4. mars 2019. Auk umsagna frá Umhverfisstofun og Minjastofnun Íslands bárust 58 athugasemdir og ábendingar.

Nánari upplýsingar: