Dagur gegn einelti
Dagur gegn einelti er haldinn í dag 8. nóvember. Allir eru hvattir til þess að taka höndum saman og taka þátt í baráttunni gegn einelti. Sérstaklega er þessu beint til leikskóla, grunn- og framhaldsskóla, félags- og frístundamiðstöðva, auk vinnustaða og stofnana. Ýmislegt er að hægt að gera á þessum baráttudegi, s.s. með táknrænum viðburðum eða viðfangsefnum sem hafa það að markmiði að beina umræðunni að einelti og alvarlegum afleiðingum þess í samfélaginu og ekki síst mikilvægi jákvæðra og uppbyggilegra samskipta. Þá má vinna með ýmis verkefni sem kveikja umræður og auka vitund þeirra um að enginn á að sitja hjá í góðum hópi.
Í lok ársins 2010 skipaði mennta- og menningarmálaráðherra verkefnisstjórn þriggja ráðuneyta til að fjalla um og fylgja eftir tillögum að aðgerðum gegn einelti í íslensku samfélagi. Eitt af hlutverkum verkefnisstjórnarinnar er að taka þátt í og stuðla að vitundarvakningu um hið alvarlega samfélagslega vandamál sem einelti er, þætti í skóla- og starfsumhverfi sem geta stuðlað að einelti, leiðir til að taka á kvörtunum um einelti, neikvæð samfélagsleg áhrif af einelti og aðgerðir til að sporna gegn einelti.
Verkefnastjórnin hefur hvatt aðila og samtök til að taka höndum saman og helga 8. nóvember n.k. baráttunni gegn einelti. Sérstaklega er þessu beint til leik-, grunn- og framhaldsskóla, félags- og frístundamiðstöðva, auk vinnustaða og stofnana.
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur af þessu tilefni útbúið sérstakan verkefnabanka með tillögum sem kennarar og frístundaráðgjafar geta nýtt í vinnu með börnum til að efla færni þeirra í samskiptum.
Verkefni fyrir dag gegn einelti 8. nóv. 2012.
Verkefni frá Réttarholtsskóla á degi gegn einelti 2010.