COVID 19 skapar hættu fyrir brotaþola heimilisofbeldis (English link below)

Covid-19 Velferð

""

Vegna COVID19 er einangrun einstaklinga meiri nú en vanalega. Þessi staða eykur þá hættu sem brotaþolar heimilisofbeldis standa frammi fyrir.

Það er mikilvægt að við stöndum saman gegn þessari auknu hættu með því að hafa reglubundið samband við þá einstaklinga sem við vitum eða okkur grunar að búi við heimilisofbeldi.

Höfum það einnig hugfast að heimilisofbeldi hefst oft á meðgöngu þ.e. beinist að þeim einstaklingi sem er barnshafandi. Þess vegna er sérstök ástæða til að huga að þunguðum einstaklingum.

Við erum öll almannavarnir.

Kvennaathvarfið er opið. Starfsfólk þess bendir á að konur sem eru á leið í dvöl til þeirra hafi samband svo hægt sé að undirbúa komuna vel. Síminn er 561 1205 og hann er opinn allan sólarhringinn.

Bent er á að hafa samband við 112 þegar heimilisofbeldi á sér stað eða ef grunur um slíkt vaknar. Við berum líka ábyrgð sem vinir, nágrannar og fjölskylda.

Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar

Þjónustumiðstöðvar veita brotaþolum ofbeldis ýmiss konar ráðgjöf og þjónustu. Þú getur einnig hringt í þjónustuver borgarinnar og fengið upplýsingar um eða samband við þína þjónustumiðstöð. 

Þjónustuver Reykjavíkurborgar

Sími: 4 11 11 11

Netfangupplysingar@reykjavik.is

Bjarkarhlíð, þjónustumiðstöð fyrir fullorðna brotaþola ofbeldis er opin.

Heimilisfang: Bjarkarhlíð við Bústaðaveg (í rjóðrinu við hliðina á Bústaðakirkju), Reykjavík.
Sími: 553 3000
Netfang: bjarkarhlid@bjarkarhlid.is

Bjarmahlíð, þjónustumiðstöð fyrir fullorðna brotaþola ofbeldis er opin.

Aðalstræti 14, 600 Akureyri

Sími: 551- 2520

Netfang: bjarmahlid@bjarmahlid.is

In English; COVID 19 means increased danger to victims of domestic violence