Sumar vafrakökur eru nauðsynlegar til þess að vefsvæðið virki eðlilega og eru þær sjálfkrafa virkar. Hægt er að fá nánari upplýsingar um þessar vefkökur í vefkökustefnu okkar.
Stillingar
Kökur í þessum flokki gera vefsíðunni kleift að geyma stillingar sem stjórna því hvernig vefsíðan lítur út eða hegðar sér fyrir hvern notanda. Virkni gæti m.a. boðið upp á að birta ákveðin gjaldmiðil, staðsetningu, tungumál eða litaþema.
Tölfræði
Tölfræðilegar vafrakökur hjálpa okkur að bæta heildarupplifun gesta á vefsvæðinu með því að safna upplýsingum um notkun.
Reykjavíkurborg notar Siteimprove til slíks auk þess að greina vefnotkun, telja heimsóknir á síðuna.
Aðrar kökur
Vafrakökur í þessum flokki hefur enn ekki verið komið fyrir í viðeigandi flokk og tilgangur þeirra gæti verið óljós eins og er.
Við eftirlit byggingarfulltrúa í dag, 7. apríl, kom í ljós að húsið nr. 12 við Tryggvagötu, svokallað Exeter hús, hefur allt verið rifið.
Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að lyfta húsinu upp um eina hæð, breyta formi þaks á bakhlið og gera viðbyggingu. Ekkert byggingarleyfi hefur verið gefið út fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu á lóðinni, en með byggingarleyfi frá 16. mars sl. var veitt leyfi til að rífa hluta hússins Tryggvagötu l2 til undirbúnings endurbóta á húsinu.
Reykjavíkurborg lítur mjög alvarlegum augum á málið því með niðurrifi alls hússins var farið langt út fyrir gildandi byggingarleyfi.
Niðurrif hússins var því óleyfileg framkvæmd, án allra tilskilinna leyfa og í andstöðu við gildandi deiliskipulag, en um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir er að ræða sbr. gr. 2.3.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur því stöðvað framkvæmdir á reitnum og jafnframt veitt eigendum sjö daga frest til að koma á framfæri skriflegum skýringum og athugasemdum vegna málsins.
Byggingarfulltrúi mun að liðnum framangreindum fresti taka ákvörðun um til hvaða aðgerða verður gripið af hálfu borgarinnar vegna málsins og eftir atvikum kæra málið til lögreglu.