Bútasaumssýning dagana 3. - 11. maí

Velferð Mannlíf

""

Handverkshópurinn Vinabandið heldur sýningu á bútasaumsteppum í félagsmiðstöðinni á Aflagranda 3. - 11. maí

Sýnd verða 14 bútasaumsteppi sem eru „sýnishornateppi“  og hafa verið í vinnslu og samstarfi hjá hópnum í tvö og hálft ár . Hvert teppi er 20 blokkir og hver blokk er unnin með sérstakri saumaaðferð. Sjón er sögu ríkari!

Sýningin er opin alla virka daga kl. 9 - 16 og laugardaga og sunnudaga kl. 13 - 17 á meðan á henni stendur.

Kaffistofan verður opin á ofangreindum tímum  og allir eru velkomnir að koma í heimsókn, skoða sýninguna, setjast niður yfir kaffibolla og heimabökuðum kræsingum.