The Brothers Brewery Sigla Humlafley Session IPA innkallaður

""

ÁTVR hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum The Brothers Brewery Sigla Humlafley Session IPA bjór að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Ástæðan fyrir innkölluninni er að dósin sem bjórinn er í getur bólgnað út og sprungið með tilheyrandi hættu fyrir neytendur.

Innköllunin einskorðast við The Brothers Brewery Sigla Humlafley Session IPA, best fyrir 18.08.21, strikamerki:  694230 273195. Kippa: 5 694230 273416. Kassi: 5 694230 273256

Nettómagn: 330 ml

Framleiðandi er The Brothers Brewery ehf, Hvítingavegi 6, 900 Vestmannaeyjum. Varan er framleidd á Íslandi.

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík innkallar vöruna.

Dreifendur vöru eru.Eftirfarandi verslanir ÁTVR/Vínbúðarinnar: Kringlunni, Skeifunni, Heiðrúnu, Dalvegi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Skútuvogi, Stekkjarbakka, Spönginni, Smáralind, Hafnarfirði, Akureyri, Reykjanesbæ, Selfossi, Hvolsvelli og Vestmannaeyjum.

Leiðbeiningar til neytenda eru þær að viðskiptavinir sem hafa keypt ofangreinda vöru eru beðnir um að farga vörunni eða skila í næstu Vínbúð. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar ber að viðhafa fyllstu varúð.