Breytingar á Hofsvallagötu

Umhverfi Framkvæmdir

""

Fyrirhugaðar eru framkvæmdir á Hofsvallagötu þar sem unnið verður samkvæmt tillögum sem gerðar voru í samráði við íbúa í Vesturbæ. Bílastæðum verður fjölgað að vestanverðu, fuglahús og flögg tekin niður, eyja að austanverðu tekin burt og miðlína löguð að norðanverðu. Verkið verður unnið  í desember og er gert ráð fyrir að það taki 4 - 6 vinnudaga.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 leggur áherslu  á vistvæna ferðamáta. Þar er Hofsvallagata skilgreind sem borgargata, þ.e. lykilgata hverfisins þar sem helstu þjónustukjarnar og stofnanir eru til húsa. Heitið vísar til hinnar hefðbundnu götu í þéttri byggð þar sem húsið, gatan og opna rýmið mynda órofa heild og er gert ráð fyrir að viðkomandi götur þróist sem fjölbreytileg almenningsrými. Borgargötur skulu njóta forgangs þegar kemur að endurhönnun og fegrun gatna.

Veggspjald: Breytingar á Hofsvallagötu með skýringarmyndum. 

Nánar á upplýsingasíðu í Framkvæmdasjá.