Breiðhyltingum boðið að funda um hverfisskipulag

Hverfisskipulag

Teiknuð mynd af Breiðholti

Borgarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögur að hverfisskipulagsins fyrir Neðra-Breiðholt, Efra-Breiðholt og Seljahverfi. Íbúar og hagsmunaaðila hafa nú tækifæri til að skoða tillögur og gera athugasemdir.

Íbúar Breiðholts eru hvattir til að mæta á fund í Gerðubergi fimmtudaginn 24. júní klukkan fimm síðdegis og kynna sér tillögurnar um hverfið og taka þátt í þróun hverfisins. Fundurinn verður í beinu streymi.

Dagskrá fundarins;

  • 17.00 –17.15 Helstu áherslur borgarinnar, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
  • 17.15 - 17.25 Samráð í Breiðholti 2015 – 2020, Ævar Harðarson deildarstjóri
  • 17.25 - 17.35 Helstu tillögur hverfisskipulags, Ólöf Kristjánsdóttir, Óskar Örn Gunnarsson og Richard Briem hverfisskipulagsráðgjafar
  • 17.35 - 17.45 Arnarbakki – tillaga að deiliskipulagi, Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa
  • 17.45 - 17.55 Völvufell – tillaga að deiliskipulagi, Kristján Örn Kjartansson arkitekt
  • 17.55 - 18.05 Vetrargarður – hugmyndir um uppbyggingu, Atli Steinn Árnason framkvæmdarstjóri
  • 18.05 - 18.30 Fyrirspurnir og svör

Fundinum stýrir Sara Björg Sigurðardóttir formaðir íbúaráðs Breiðholts.

Athugið að salurinn í Gerðubergi tekur 100 manns í sæti og fólk beðið um að vera með grímur en eins og áður er nefnt verður einnig streymt frá fundinum.

Næstu sex vikurnar verður hverfisskipulagið í umsagnarferli og þá geta þeir sem vilja komið með ábendingar og athugasemdir. Það verður horft til þeirra í lokafrágangi hverfisskipulagsins.

Borgin hefur hag af því að hverfisskipulag verði að veruleika þar sem skýr sýn til langs tíma fyrir öll hverfi í borginni er borgarsamfélaginu í hag.

Fjárfestingar í Breiðholti

Á undanförnum árum hafa ýmsar framkvæmdir átt sér stað í Breiðholti. Ekki bara með mikilli og farsælli uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði ÍR í Mjódd heldur líka með beinum uppkaupum á gömlum hverfiskjörnum eins og á Arnarbakka og í Völvufelli.

Í Völvufelli mun nýr leikskóli líta dagsins ljós á grunni hverfisskipulagsins og í báðum kjörnunum verður þróuð starfsemi sem eykur lífsgæði íbúa í hverfinu.

Til stendur að fjárfesta áfram í Breiðholti eins og með endurbættri skíðaaðstöðu í Vetrargarði í Seljahverfi og sérstöku Dans- og fimleikahúsi Reykjavíkur í Efra-Breiðholti sem mun þjónusta börnin í Breiðholti til langrar framtíðar.

Uppbyggingu Fjölbrautaskólans í Breiðholti er hluti af hverfisskipulagsvinnu en skrifað var í vor undir samkomulag við menntamálaráðherra um framkvæmd upp á milljarð fyrir list- og iðngreinar við skólann.

Útfærsla hverfisskipulagsins fyrir Neðra-Breiðholt, Efra-Breiðholt og Seljahverfi byggir á vandaðri greiningu og góðu

samráði sem hefur skilað okkur nýjum og spennandi hugmyndum og verkefnum sem eru að komast á framkvæmdastig.

Breiðholt 2021 - tillögur í kynningu

Helstu skipulagsverkefni í Reykjavík

Opnun sýningar 19. júní 2021 í Mjódd