Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit Skrekks

Skóli og frístund

Breiðholtsskóli í Skrekk 2024

Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks 2024 fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi, þann 4. nóvember. 238 ungmenni í Reykjavík tóku þátt í uppfærslu á frumsömdum sviðsverkum og sýndu margvíslega hæfileika á sviðinu.

Í úrslit komust Breiðholtsskóli með atriðið Hraða lífsins og Hagaskóli með atriðið Stingum af. 

Hagaskóli í Skrekk 2024

Alls tóku átta grunnskólar þátt en það voru Austurbæjarskóli, Breiðholtsskóli, Dalskóli, Fellaskóli, Hagaskóli, Landakotsskóli, Norðlingaskóli og Víkurskóli.

Í heildina er 721 þátttakandi í Skrekk í ár. Öll atriðin má sjá á vef UngRUV.is.