Bragðgóð list í almannarými

Hraukabeð með kryddjurtum og ætum blómum.

Eitthvað að bíta í eftir Dagnýju Guðmundsdóttur er hraukabeð með kryddjurtum og ætum blómum fyrir gesti og gangandi að nýta fyrir næstu máltíð.

Verkið er í opnu rými milli Safamýrar og Háaleitisbrautar, bak við Verslunarmiðstöðina Miðbæ. Þegar kominn er góður vöxtur í plönturnar er gestum velkomið að tína upp í sig eða sækja jurtir fyrir næstu máltíð.

Verkið var unnið fyrir sýninguna Hjólið sem Myndhöggvarafélagið í Reykjavík stóð fyrir árið 2018. Listasafn Reykjavíkur gerði samning við listakonuna um að grisja og bæta við plöntum í beðið á vorin og fræða fólk um verkið.