BOX – Skeifan opnar fimmtudaginn 7. júní | Reykjavíkurborg

BOX – Skeifan opnar fimmtudaginn 7. júní

miðvikudagur, 6. júní 2018

Reykjavíkurborg og Torg í biðstöðu kynna í samstarfi við Reykjavík street food og Reiti, „street food“ og „pop up“ markaðinn – BOX -Skeifunni.

 • BOX í Skeifunni
  BOX í Skeifunni
 • Skeifan
  Skeifan

BOX – Skeifan opnar fimmtudaginn 7 júní klukkan 12.00. Á svæðinu verður fjöldinn allur af söluaðilum sem bjóða upp á mat og drykk, einnig verður á svæðinu risakjár, tónlistaratriði og sprettiverslanir (pop up - opna þarnæstu helgi). BOX -Skeifunni verður opin alla fimmtudaga til sunnudaga frá 7. júní – 29. júlí.

BOX er viðamesta verkefnið á vegum Torgs í biðstöðu um þessar mundir en tilgangurinn er að vekja athygli á borgarrýmum sem hafa möguleika á að verða lífleg og skemmtileg fyrir fólk að dvelja á.

Þeir söluaðilar sem verða á svæðinu fyrstu helgina eru m.a. KO:Re, Jömm, Krúska, Magellan, Skræðuvagninn, Naustið, Indican, Flatbökubíllinn, Prikið, Vöffluvagninn, BOX – barinn.

Opnunartími er eftirfarandi:

 • Fimmtudagar 12 – 14.30, 17 – 21.30
 • Föstudagar      12 – 14.30, 17 – 21.30
 • Laugardagar   12 – 21.30
 • Sunnudagar    12 – 20.00

Dagskrá fimmtudagsins 7 júní er eftirfarandi:

 • 12 – 14.30 - Opnum svæðið fyrir almenning! Hádegis grúv  og tónlist í boði Símans spotify
 • 17 -20 - Opnunarhátið BOX – Skeifunnar- Fram koma Aron Can, Herra Hnetusmjör, Egill Spegill og Dj B – ruff
 • 20 - Vináttuleikur Íslands og Ghana sýndur á Risaskjá

Tónlistar dagskrá helgarinnar:

 • Föstudagur, 8. júní:                 18-20    Dj´s (TBC)
 • Laugardagur, 9. júní:               20-20.30    Aron Can
 • Sunnudagur 10. júní:               16-16.30    Jóipé x Króli

Hægt er að fylgjast með á síðu Reykjavík street food og Torg í biðstöðu á facebook.

Plastendurvinnslustöð

Á svæðinu er verður hægt að endurvinna plast, en í BOX er Torg í Biðstöðu verkefni sem er Plastendurvinnslustöð. Þar tekur Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður við plasti sem fellur til af svæðinu og sem fólk kemur sérstaklega með. Hann endurvinnur það í margskonar nýja hluti, m.a. símahulstur, skálar og bakka svo dæmi séu tekin. 

Skeifan er miðsvæðis í borginni og Reykjavíkurborg hvetur alla sem geta að ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur á ferðum sínum um borgina.