Börn til umsagnar um framtíðarskólastarf hverfanna

Skóli og frístund

Fundað með börnum í Úlfarsárdal og Grafarholti.

Skóla- og frístundasvið borgarinnar boðaði til stórfundar með börnum og ungmennum í Dalskóla, Ingunnarskóla og Sæmundarskóla til þess að ræða fyrirkomulag á skóla- og frístundastarfi í hverfinu til framtíðar.

Hundrað börn tóku þátt

Fyrir liggur að fjölgun barna í hverfinu muni leiða til þess að aðlaga þurfi skóla- og frístundastarf að þeim fjölda sem þar verður. Að því tilefni voru 100 börn og unglingar úr skólunum þremur tilnefnd, bæði af handahófi og úr nemendaráðum skólanna, til þess að koma saman og ræða sínar skoðanir á þeim sviðsmyndum sem teiknaðar hafa verið upp sem mögulegar lausnir. Eins og við var að búast stóðu börnin sig ótrúlega vel, voru málefnaleg og komu sínum skoðunum á framfæri í umræðuhópum og  svo var auðvitað farið í nokkra leiki til að hressa alla við. Niðurstöðurnar verða teknar saman ásamt umsögnum annarra hagsmunaaðila sem kallað hefur verið eftir.

Myndir frá fundinum