Borgarsýn í desember

Framkvæmdir Skipulagsmál

""

Hagkvæmt húsnæði, jólaborgin Reykjavík og framkvæmdir í miðborginni eru meðal efnis í fjölbreyttri Borgarsýn #23 sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar gefur út.

Í leiðara Borgarsýnar er skrifað um orkuskipti í samgöngum m.a. í tengslum við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. „Reykjavíkurborg setti sér stefnu í loftslagsmálum sumarið 2016 – markmið um kolefnishlutleysi árið 2040 og aðlögun á loftslagsbreytingum ásamt aðgerðaáætlun til ársins 2020. Meðal markmiða er að styðja við orkuskipti í samgöngum í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur m.a. með uppsetningu hleðslustöðva í bílastæðahúsum, við valdar byggingar á vegum borgarinnar og í hverfum í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur. Rafbílum fjölgar nú ört og mikilvægt að borgin bregðist hratt við og mæti þörf fyrir hleðslutengla á þeim stöðum sem æskilegt er að borgin veiti þjónustu. En hvar eru þessir staðir þar sem æskilegt er að borgin og sveitarfélög veiti þjónustu og hversu mikil á hún að vera? Sveitarfélög eru vel til fallin að hafa áhrif á orkuskipti í samgöngum, þau hafa skipulagsvaldið, sinna rekstri og þjónustu sem stutt getur við orkuskipti og hafa umsjón með opnum svæðum, borgarlandinu.“

Það er á mörgu að taka við uppbyggingu innviða fyrir rafbíla í Reykjavík.  Unnið er að greiningum á helstu kostum og gerð áætlana sem ættu að liggja fyrir í upphafi árs 2019. Þegar hefur verið settur upp fjöldi hleðslustöðva í miðborginni og bílastæðahúsum en borgin ætlar sér að vera í fararbroddi og sinna hlutverki sínu í orkuskiptum í samgöngum vel.

Í Borgarsýn má einnig finna greinar um Hafnartorg, könnun á ferðavenjum, kortlagningu hávaða, vinsælustu útivistarsvæðin og margt fleira.

Hér má sjá Borgarsýn tbl. 23