Borgarstjóri í heimsókn í Úlfarsárdal - nýr grunnskóli í byggingu | Reykjavíkurborg

Borgarstjóri í heimsókn í Úlfarsárdal - nýr grunnskóli í byggingu

fimmtudagur, 1. mars 2018

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á yfirreið í Úlfarsárdal í dag og kynnti sér m.a. skólastarf í Dalskóla og framkvæmdir við nýja grunnskólann og frístundaheimilið sem tekin verða í notkun næsta haust. 

 • Börnin í Dalskóla tóku vel á móti borgarstjóri og sýndu honum m.a. útskorin dýr sem þau eru að smíða í myndmennt.
  Börnin í Dalskóla tóku vel á móti borgarstjóri og sýndu honum m.a. útskorin dýr sem þau eru að smíða í myndmennt.
 • Það var engu líkara en vorið væri komið í Úlfarsárdal í dag og nutu börnin veðurblíðunnar.
  Það var engu líkara en vorið væri komið í Úlfarsárdal í dag og nutu börnin veðurblíðunnar.
 • Borgarstjóri með fulltrúum verktaka og skólastjórnendum í Dalskóla.
  Borgarstjóri með fulltrúum verktaka og skólastjórnendum í Dalskóla.
 • Upp á þaki nýja skólahússins en þar verður garður til gott að njóta útivistar.
  Upp á þaki nýja skólahússins en þar verður grænt svæði og gott að njóta útivistar.

Borgarstjóri hitti fyrir skólastjórnendur og fulltrúa verktaka sem vinna nú hörðum höndum að því að glerja og ganga frá þaki skólabyggingarinnar. Haustið 2016 var leikskólahluti skólahússins tilbúinn en næsta haust verður næsti áfangi skólabyggingar og frístundaheimilis tekinn í notkun.

Skólabyggingin verður samtengd menningarmiðstöð, bókasafni og sundlaug fyrir Grafarholt og Úlfarsárdal. Mikil uppbygging hefur einnig átt sér stað í íþróttaaðstöðu í dalnum og fyrirhugað er að reisa þar íþróttahús og félagsaðstöðu fyrir íþróttafélagið Fram.

Eftirvænting ríkir meðal stjórnenda og nemenda í Dalskóla að fá nýjan skóla, en grunnskólastarfið fer enn að stórum hluta fram í færanlegum kennslustofum.

Íbúafundur verður með borgarstjóra í Ingunnarskóla í kvöld kl. 20.00 og verður streymt beint frá honum.