Borgarráð úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir

Framkvæmdir Skipulagsmál

""

Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt úthutun fyrir 530 íbúðir og hefur þá í heild verið úthlutað lóðum fyrir 1.435 íbúðir í ár.  Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg.

Við Stakkahlíð fá Byggingarfélag námsmanna byggingarrétt á 100 íbúðum fyrir stúdenta og Samtök eldri borgara byggingarrétt fyrir 60 íbúðir fyrir aldraða. Á Nauthólsvegi mun Háskólinn í Reykjavík byggja 370 íbúðir fyrir stúdenta.

Byggingarréttur fyrir 1.435 íbúðir á þessu ári

Í listanum hér fyrir neðan er yfirlit yfir úthlutun byggingarréttar á þessu ári:

  • Stakkahlíð: Byggingarfélag námsmanna  - 100 íbúðir fyrir stúdenta
  • Stakkahlíð: Samtök aldraðra - 60 íbúðir fyrir aldraða
  • Nauthólsvegur:  Háskólinn í Reykjavík - 370 íbúðir fyrir stúdenta
  • Reynisvatnsás: Einstaklingar -  22 lóðir fyrir einbýlishús
  • Hallgerðargata: Brynja - 37 íbúðir
  • Hallgerðargata: Bjarg - 63 íbúðir
  • Hraunbær 103 A: Dverghamrar - 60 íbúðir
  • Keilugrandi 1: Búseti - 78 íbúðir
  • Móavegur 2 – 4:  Bjarg - 156 íbúðir
  • Nýlendugata 34: Reir ehf. - 7 íbúðir
  • Urðarbrunnur 130 – 134: Bjarg - 44 íbúðir
  • Urðarbrunnur 33 – 35:  Bjarg - 32 íbúðir
  • Vesturbugt: Vesturbugt ehf. - 176 íbúðir
  • Eggertsgata: Félagsstofnun - Stúdenta - 230 íbúðir

  Samtals: 1.435 íbúðir

Kynningarfundur borgarstjóra

Þessar lóðaúthlutanir og fjölmörg önnur uppbyggingaráform verða kynnt nánar á opnum kynningarfundi borgarstjóra um nýjar íbúðir í Reykjavík í fyrramálið.  Fundurinn verður í Tjarnarsal Ráðhússins, kl. 9-11 og þeir sem vilja geta komið hálftíma fyrr í morgunhressingu. 

Fyrirlesarar munu gefa okkur greinargott yfirlit um uppbyggingu íbúða í Reykjavík, upplýsa um stöðu og þróun á húsnæðismarkaði, gefa okkur nýjar fregnir af uppbyggingu í Úlfarsárdal og segja frá hvernig ASÍ ætlar að bjóða leiguíbúðir á viðráðanlegu verði.
Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni reykjavik.is/ibudir