Bónus ristaðar karamelluhnetur innkallaðar

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

""

Innköllun á Bónus Ristuðum karamelluhnetum vegna ómerktra ofnæmis- eða óþolsvalda (egg og lúpína).

Aðföng og Nathan & Olsen hf. hafa, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Bónus Ristaðar karamelluhnetur vegna þess að varan getur innihaldið ofnæmis- eða óþolsvaldana egg og lúpínu í snefilmagni en upplýsingar um þetta koma ekki fram á umbúðum.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki:

Bónus

Vöruheiti:

Ristaðar karamelluhnetur

Nettómagn:

150 g

Strikanúmer:

5690350053792

Best fyrir dagsetning:

Allar dagsetningar

Framleiðandi (pökkunaraðili):

Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík

Dreifing:

Allar verslanir Bónus.

 

Egg og eggjaafurðir og lúpína og afurðir úr henni eru á lista yfir ofnæmis- eða óþolsvalda.  Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga upplýsingar um ofnæmis- eða óþolsvalda að koma skýrt fram á umbúðum matvæla.    

Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi eða óþol fyrir eggjum, eggjaafurðum,  lúpínu og afurðum hennar eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.  Tekið skal fram að varan er skaðlaus þeim sem ekki hafa ofnæmi eða óþol fyrir eggjum, eggjaafurðum, lúpínu og afurðum hennar.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530 5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori@adfong.is.