Blómstrandi páskaliljur um alla borg

Blómstrandi páskaliljur.

Þúsundir lauka hafa verið settir niður um alla borg og njóta borgarbúar og gestir nú blómstrandi afrakstursins af þessari vinnu starfsfólks garðyrkju Reykjavíkurborgar. Þessir vorblómstrandi laukar voru settir niður með nýrri laukaniðursetningarvél haustin 2020 og 2021. Vélin hefur gert það að verkum að hægt er að setja niður svona mikið magn.

Áhersla hefur verið lögð á páskaliljur því þær koma upp ár eftir ár og bæta einnig við sig laukum. Páskaliljurnar hafa verið að springa út að undanförnu en einhverjar eiga enn eftir að blómstra.

Laukarnir hafa verið settir niður í öll hverfi og verður bætt við á næstu árum.

 

 

Blómstrandi páskaliljur