Blásum lífi í borgina á Menningarnótt

Fjöldi gesta í miðborginni á Menningarnótt.

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í Reykjavík þann 20. ágúst næstkomandi.

Óskað er eftir fjölbreyttum hugmyndum að spennandi dagskrá og viðburðum frá listafólki, íbúum, félagasamtökum, rekstraraðilum og öllum öðrum sem hafa áhuga á að fylla borgina af lífi á Menningarnótt.

Góðum hugmyndum verða veittir styrkir á bilinu 100.000–500.000 kr. úr Menningarnæturpottinum. Potturinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Landsbankans sem hefur verið máttarstólpi hátíðarinnar frá upphafi.

Umsóknarfrestur er til 2. júní – hægt er að sækja um á menningarnott.is