Birkir Hrafn nýr framkvæmdarstjóri Höfða

Atvinnumál

Birkir Hrafn Jóakimsson, framkvæmdarstjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Portrett, brjóstmynd, steypuveggur á bakvið.

Birkir Hrafn Jóakimsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Hann hefur störf í desember næstkomandi.

Birkir Hrafn kemur til Höfða frá Vegagerðinni. Þar hefur hann gegnt stöðu forstöðumanns stoðdeildar mannvirkjasviðs og borið ábyrgð á rannsóknum, útboðum og leiðbeiningum til starfsmanna og verktaka. Birkir Hrafn starfaði áður hjá verkfræðistofunni Verkís. Hann er með M.Sc. próf í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands. 

„Við erum mjög ánægð að fá Birki inn í okkar öfluga stjórnendateymi,“ segir Helgi Geirharðsson, stjórnarformaður Höfða. „Hann býr yfir fjölþættri reynslu úr fyrri störfum sem nýtist vel við þau metnaðarfullu verkefni sem fram undan eru.“ 

„Ég hlakka til að ganga til liðs við Höfða og taka þátt í að leiða fyrirtækið áfram,“ segir Birkir. „Sérstaklega verður ánægjulegt að vinna með því frábæra fólki sem þar starfar og býr yfir mikilvægri reynslu og fagmennsku.“