Betri staða í ráðningarmálum leikskóla og frístundastarfs

Skóli og frístund

""

Vel hefur gengið að ráða starfsfólk á leikskóla og í frístundastarfið undanfarnar vikur.  

48 leikskólar af 62 í borginni eru fullmannaðir en óráðið er í 21 stöðugildi í 14 skólum. Þar af vantar tvo deildarstjóra og 7 leikskólakennara. Þetta er betri staða en fyrir mánuði síðan þegar óráðið var í 28 stöðugildi í leikskólunum.

Í frístundastarfinu hefur líka gengið vel að ráða nýtt starfsfólk. Þar vantar nú starfsfólk í um 10 stöðugildi, eða 20 starfsmenn í hálft starf, en fyrir mánuði vantaði 56 starfsmenn á frístundaheimilin og sértækar félagsmiðstöðvar. 27 frístundaheimili teljast fullmönnuð, en á 16 frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar vantar fólk í 0,25 -1,50 stöðugildi.  

Sjá frétt frá því í janúar um stöðuna í ráðningarmálum.