Bæjartorg tilbúið

""

Framkvæmdum við Bæjartorg og endurgerð Tryggvagötu er að ljúka og voru  í þessari viku girðingar færðar til að opna svæðið fyrir gangandi umferð. Enn um sinn verður Tryggvagata frá Lækjartorgi að Pósthússtræti lokuð bílaumferð og er það einkum vegna endurnýjunar húss á lóðinni Hafnarstræti 18.   

Göngusvæðið á Bæjartorgi og Tryggvagötu tengist göngugötunum í miðborginni  nú fyrir jólin, sem og gönguleiðum um Hafnartorg.   

Steinbryggjan verður vinnusvæði eitthvað áfram, en mögulegt er að ganga meðfram Tollhúsinu. Ákveðið var að endurhanna götuna eftir að komið var niður á gömlu steinbryggjuna sem þarna liggur undir og verður hún gerð sýnileg.

Akstursstefnu um  Hafnarstræti verður breytt á föstudag þannig að ekið verður á nýjan leik til austurs frá Naustum að Pósthússtræti. Tvístefna verður um Tryggvagötu að Pósthússtræti til að auðvelda aðkomu byggingum og bílastæðum, en eins og áður segir lokað fyrir bílaumferð á Tryggvagötu milli Lækjargötu og Pósthússtrætis.

Nánari upplýsingar: