Austurheiðar eru fjölbreytt útivistarsvæði

Skipulagsmál

""

Austurheiðar eru útivistarsvæði fyrir útreiðar, gönguskíði, fjallahjól, göngu, berjamó, ferðaþjónustu og fisflug svo dæmi sé tekið . Streymisfundur kl. 17. fimmtudaginn 25. júní á facebook Reykjavíkurborgar og reykjavik.is/austurheidar.

Æ fleiri nýta Austurheiðarnar til útivistar og vaxandi þörf var fyrir stefnumörkun um uppbyggingu tengdri henni fyrir svæðið. Við skipulagsgerðina núna þurfti að hafa í huga þá fjölbreyttu hópa fólks sem stunda útivist s.s. fyrir útreiðar, gönguskíði, fjallahjól, torfæruhjól, göngufólk, skokkara, - og fisflug svo eitthvað sé nefnt.

Afmörkun rammaskipulagssvæðisins, sem er um 930 ha. Svæðið nær yfir Austurheiðarnar að mestu, Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Innan svæðisins eru Rauðavatn og Reynisvatn ásamt þeim hluta Langavatns sem er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur.

Austurheiðar eru víðáttumikið heiðaland og gróðurfar hefur tekið talsverðum breytingum síðan skýrsla Náttúrufræðistofnunar um náttúrufar í austurlandi Reykjavíkur var gefin út árið 1996. Heiðin sem var fyrrum víða all blásin er mikið til orðin skógi vaxin og lúpínubreiður þekja stóra hluta svæðisins.

Á Austurheiðum er mólendi og skógrækt ríkjandi og einkennist fuglalíf af því. Algengar tegundir eru mófuglar eins og heiðlóa, spói, hrossagaukur og þúfutittlingur sem finnast um allt svæðið. Stelkar verpa við votlendisbletti, í grösugustu hvömmunum og í lúpínustóði.

Streymisfundur 25. júní og fyrirspurnir

Austurheiðar eru viðamikið svæði sem ástæða er til að kynna sér. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar heldur kynningarfund um rammaskipulagið fimmtudaginn 25. júní nk. kl. 17. Streymisfundurinn fer fram hér á reykjavik.is og á facebook-síðu Reykjavíkurborgar. Kjörið er að senda inn spurningar fyrir fundinn á netfangið skipulag@reykjavik.is og verður leitast við að svara þeim á fundinum. 

Dagskrá fundar er á þann veg að Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs opnar fundinn með ávarpi. Þá fer Óskar Örn Gunnarsson yfir tillögu Landmótunar um rammaskipulag Austurheiða. Þá verða Þórólfur Jónsson deildarstjóri náttúru og garða, Björn Axelsson skipulagsfulltrúi og Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri á fundinum.

Netsamfélagið sendir fundinn út.

Tenglar

Skipulag í kynningu: Austurheiðar

Tillaga Landmótunar

Fyrri frétt um fundinn

Auglýsing um fundinn