Aukin eftirspurn á lóðum fyrir atvinnustarfsemi

Stjórnsýsla Umhverfi

""
Eftirspurn eftir lóðum fyrir atvinnustarfsemi í Reykjavík hefur aukist verulega að undanförnu og nemur sala byggingarréttar að meðtöldum gatnagerðargjöldum um 600 milljónum það sem af er þessu ári.
„Þetta er ánægjuleg þróun fyrir Reykjavíkurborg, því hverfi sem hafa verið í biðstöðu eru að fara í uppbyggingu,“ segir Magnús Ingi Erlingsson, lögfræðingur á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, sem heldur utan um lóðasölu í Reykjavík.

Síðustu lóðirnar í eigu Reykjavíkurborgar í Hádegismóum eru seldar og aðeins tveimur lóðum við Lambhagaveg er óráðstafað.  Nýlega var boðinn út byggingarréttur á lóðum við Gylfaflöt og Krókháls og rennur frestur til að skila tilboðum út 7. apríl.  „Við finnum fyrir miklum áhuga á þessum lóðum,“ segir Magnús Ingi. Í undirbúningi er að stækka svæði fyrir atvinnulóðir á Esjumelum til austurs og er það svæði  í skipulagsferli.
 

Nánari upplýsingar: