Aukin eftirspurn á lóðum fyrir atvinnustarfsemi

föstudagur, 1. apríl 2016
Eftirspurn eftir lóðum fyrir atvinnustarfsemi í Reykjavík hefur aukist verulega að undanförnu og nemur sala byggingarréttar að meðtöldum gatnagerðargjöldum um 600 milljónum það sem af er þessu ári.
 • ""
  Horft yfir Lambhaga. Lóðir sem enn eru lausar eru austan við Bauhaus.
 • ""
  Horft yfir Hádegismóa. Lóðum norð-vestan við Morgunblaðshúsið hefur verið úthlutað.
 • ""
  Lóðir við Gylfaflöt eru nú í útboði
 • ""
  Lóð við Krókháls hefur verið boðin út
„Þetta er ánægjuleg þróun fyrir Reykjavíkurborg, því hverfi sem hafa verið í biðstöðu eru að fara í uppbyggingu,“ segir Magnús Ingi Erlingsson, lögfræðingur á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, sem heldur utan um lóðasölu í Reykjavík.

Síðustu lóðirnar í eigu Reykjavíkurborgar í Hádegismóum eru seldar og aðeins tveimur lóðum við Lambhagaveg er óráðstafað.  Nýlega var boðinn út byggingarréttur á lóðum við Gylfaflöt og Krókháls og rennur frestur til að skila tilboðum út 7. apríl.  „Við finnum fyrir miklum áhuga á þessum lóðum,“ segir Magnús Ingi. Í undirbúningi er að stækka svæði fyrir atvinnulóðir á Esjumelum til austurs og er það svæði  í skipulagsferli.
 

Nánari upplýsingar: