Aukin áhersla á fjarþjónustu hjá þjónustumiðstöðvum

Þjónustumiðstöðvar velferðarsviðs Reykjavíkurborgar eru opnar. Gestir eru hins vegar beðnir að hringja eða senda tölvupóst, frekar en að koma á staðinn. English below / Polski poniżej.
Þjónustumiðstöðvar velferðarsviðs í Reykjavík eru opnar. Vegna tíu manna fjöldatakmarkana þarf hins vegar að takmarka umferð um þjónustuskála miðstöðvanna eins og kostur er. Viðskiptavinum er því vinsamlega bent á að nýta símtöl og tölvupóst til að panta viðtöl eða boða komu sína ef hægt er, frekar en að koma á staðinn.
Viðskiptavinum er jafnframt bent á að á öllum þjónustumiðstöðvum borgarinnar eru póstkassar, en þangað má skila útfylltum eyðublöðum.
Sérstök athygli er vakin á því að þjónustuskáli Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts er tímabundið lokaður. Hægt er að bera upp erindi og panta viðtal hjá ráðgjafa í gegnum síma eða tölvupóst.
Þjónustumiðstöðvar velferðarsviðs eru eftirfarandi:
Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Hraunbær 115, 110 Reykjavík, sími 411 1200, netfang: arbaer-grarfarholt@reykjavik.is.
Þjónustumiðstöð Breiðholts. Álfabakka 10, 109 Reykjavík, sími 411 1300, netfang: breidholt@reykjavik.is.
Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness – Miðgarður. Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík, sími 411 1400, netfang: midgardur@reykjavik.is.
Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Efstaleiti 1, 103 Reykjavík, sími 411 1500, netfang: laugardalur.haaleiti@reykjavik.is.
Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Laugavegur 77, 101 Reykjavík, sími 411 1600, netfang: vmh@reykjavik.is.