Auglýst eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs

Skóli og frístund

""

Allir sem vilja hvetja starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar geta tilnefnt til hvatningarverðlauna sem afhent verða á Menntastefnumóti 10. maí. 

Starfsfólk skóla og frístundamiðstöðva hefur staðið í framlínu í heimsfaraldrinum og haldið uppi framsæknu fagstarfi út um alla borg. Nú gefst tækifæri til að veita fólkinu sem vinnur alla daga með börnum og ungmennum viðurkenningu og hvatningu. 

Veistu af metnaðarfullu þróunarverkefni, skemmtilegum tilraunum, áhugaverðum samstarfsverkefnum í leikskóla, grunnskóla eða frístundastarfi? 
Viltu vekja athygli á nýsköpun og grósku í starfi með börnum og unglingum?

Allir geta tilnefnt til hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs; foreldrar, ömmur og afar, starfsfólk SFS, aðrir borgarstarfsmenn, leikskólar, grunnskólar, frístundamiðstöðvar, aðrar stofnanir og samtök. Við val á verðlaunahöfum verður haft til hliðsjónar að verkefnið sé öðrum til eftirbreytni og hvatning til góðra verka. Alls verða níu verkefni verðlaunuð og skiptast þau jafnt niður á leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðvar. Verðlaunin eru í formi viðurkenningarskjals og verðlaunagrips.

Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs fyrir framsækið skóla- og frístundastarf verða afhent á Menntastefnumóti skóla- og frístundasviðs sem haldið verður 10. maí 2021.

Skilafrestur tilnefninga til 22. mars 2021

Tilnefningareyðublað. 

Tilnefningar sendist á sfs@reykjavik.is