Átta góð ráð fyrir búðarferðina á COVID-19 tímum

Heilbrigðiseftirlit

""

Átta góð ráð fyrir búðarferðina á COVID-19 tímum

1. Þvo skal hendur áður og eftir að farið er í matvöruverslun. Þvo skal hendur með volgu vatni og handsápu í a.m.k. 20 sekúndur.

2. Nota skal handspritt sem er í boði í verslun, áður og eftir að snertifletir eru snertir, eins og t.d. handföng á kerrum, kæliskápum og áhöldum í sjálfsafgreiðslu.

3. Hanskanotkun viðskiptavina í verslun kemur ekki í staðinn fyrir góðan handþvott. Hanskar geta veitt falska vörn.

4. Forðast skal snertingu við andlit. Það gildir hvort sem hanskar eru notaðir eða ekki.

5. Haltu a.m.k. 2 metra fjarlægð frá næsta viðskiptavini.

6. Fara skal eftir umgengnisreglum sem hanga uppi í matvöruverslunum og við sjálfsafgreiðslubari verslanna, eins og t.d. brauðbari, sælgætisbari og salatbari.

7. Fara skal sem sjaldnast í matvöruverslun. Ef þú þekkir einhvern sem er í áhættuhóp er tilvalið að nýta ferðina og bjóðast til að kaupa inn fyrir viðkomandi í leiðinni.

8. Gott er að vera skipulagður. Fara skal með innkaupalista í búðina, þá er hver og einn viðskiptavinur fljótari að versla og dvelur því skemur í versluninni. Gott ráð er að skrifa innkaupalistann upp eftir skipulagi verslunarinnar. Það dregur úr óþarfa rápi á milli búðarrekka.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er einnig með Facebooksíðu til að miðla upplýsingum og fróðleik til almennings og vekja athygli á málefnum sem snerta Heilbrigðiseftirlitið.