Árleg tunnutalning hefst í borginni

Sorphirða

Tunna

Árleg tunnutalning hjá Sorphirðu Reykjavíkur hefst 15. nóvember og stendur í nokkrar vikur. Hún byrjar í Grafarvogi síðdegis og mun talning yfirleitt hefjast á þeim tíma. Íbúar ættu  ekki að láta sér bregða ef það rekst á einhvern telja í rökkrinu í merktu vesti með höfuðljós.

Helstu punktar

  • Byrjað verður að telja ruslatunnur í Grafarvogi nánar tiltekið í Staðarhverfi og Víkum.
  • Starfsfólk sorphirðunnar byrjar seinni part dags að telja.
  • Það verður að störfum eftir að rökkva tekur með höfuðljós.
  • Í framhaldinu verður farið í öll hverfi borgarinnar uns talningu líkur.