Anna Rósa grasalæknir í Viðey

""

Sunnudaginn 25. júní kl. 13:15 leiðir Anna Rósa grasalæknir göngu um Viðey þar sem algengar lækningajurtir verða skoðaðar, fjallað verður um áhrifamátt þeirra og leiðbeint með tínslu og þurrkun.

Í Viðey vaxa kröftugar jurtir sem gestum er frjálst að tína í samráði við grasalækninn. Anna Rósa hlaut menntun sína sem grasalæknir í Englandi og hefur starfað við ráðgjöf á eigin stofu í yfir 20 ár ásamt því að framleiða vinsælar vörur úr íslenskum jurtum sem hún tínir sjálf.

Gangan tekur um 1 ½ klukkustund og gott er að koma með taupoka, skæri eða lítinn hníf ef gestir vilja nota tækifærið og tína jurtir. Siglt er samkvæmt áætlun frá Skarfabakka kl. 13:15 en þeir sem vilja fá sér hádegisverð í Viðeyjarstofu fyrir gönguna geta siglt kl. 12:15. Þátttaka í göngunni er gestum að kostnaðarlausu en gestir greiða ferjutollinn.

Gjald í ferjuna fram og til baka er 1.500 kr. fyrir fullorðna, 1.350 kr. fyrir eldri borgara og 750 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt.

Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og handhafar Gestakortsins sigla frítt.

 

Walking tour of Viðey with Icelandic herbalist

At 13:15 on Sunday 25th June, Icelandic herbalist Anna Rósa will be leading a special walking tour on Viðey Island to seek out a variety of medicinal herbs found growing there. During the visit, she will be going over medicinal uses of herbs and their properties as well as instructing guests on harvesting and drying techniques.

A wealth of powerful herbs can be found on Viðey Island and guests are free to harvest them under instructions from the herbalist.
Anna Rósa studied botanical medicine in England and apart from running her own clinic for over 20 years, she also produces a brand of skin and health care products using Icelandic herbs she collects herself.

The walk takes around 1 ½ hours. Those who wish to attend and use the opportunity to collect some herbs should bring along a cloth bag, some scissors or a small knife.

The ferry leaves Skarfabakki pier at 13:15, those who want to use the opportunity to have a lunch at Viðey house before the walk can take a ferry one or two hours earlier.

Return ferry tickets cost 1.500 ISK for adults, 1.350 ISK for senior citizens and 750 ISK for children 7 – 17 years old accompanied by parents or guardians. Tickets are free for children 6 years and under. Holders of the Reykjavík City Card travel for free. Those with a Reykjavík Culture Pass receive a 10% discount on ferry tickets.