Alvöru stjörnur, Real stars, í Reykjavík! | Reykjavíkurborg

Alvöru stjörnur, Real stars, í Reykjavík!

mánudagur, 22. október 2018

Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar heldur vinnustofu um leiðir til að sporna gegn kynlífsmansali. Malin Roux mun þar kynna  þær leiðir sem samtökin Real Stars hafa farið í baráttu gegn kynlífsmansali og samvinnu þeirra við hótel í þeim efnum. Vinnustofan verður haldin föstudaginn 26. október á Hótel Marina, frá 10 til 12.

  • Fjórðungur brotaþola kynlífsmansals er undir 18 ára aldri
    Kynlífsmansal þrífst vegna þess að fólk er tilbúið til að kaupa kynlíf og eru þá að nýta sér aðra manneskju sem er í mjög viðkvæmri stöðu
  • Vinnustofan er haldin á Hótel Marina.
    Vinnustofan er haldin á Hótel Marina.

Kynlífsmansal þrífst vegna þess að fólk er tilbúið til að kaupa kynlíf og með þeim hætti að nýta sér aðra manneskju sem er í mjög viðkvæmri stöðu. Hvergi í heiminum er fjöldi kynlífsþræla hærri á mann en í Evrópu. Fjórðungur brotaþola kynlífsmansals er undir 18 ára aldri og því börn samkvæmt íslenskum lögum.

Vilja vinna með íslenskum hótel- og gistihúsaeigendum

Samtökin Real Stars hafa m.a. unnið náið með hótelum og öðrum aðilum í ferðamannaiðnaðinum en þau fyrirtæki eru í meiri hættu á að tengjast mansali og vændi en mörg önnur.

Á meðan tengingin við þennan heim er ekki fyrirtækjum til framdráttar þá skortir þau oft leiðir til að sporna við vændi innan sinna veggja. Hótel gegn mansali er verkefni samtakanna í að aðstoða hótel og gistihús við að innleiða stefnu gegn mansali. Í því felst stuðningur við hótel og gististaði, þjálfun starfsfólks í því að taka eftir mögulegu mansali/vændi og hvað beri að gera og einnig er bent á leiðir til að hampa þessari stefnu fyrirtækisins. Margir ferðamenn kjósa fremur að gista á hótelum og gististöðum sem hafa þessa yfirlýstu stefnu eða hafa bætt „alvöru stjörnu“ við reksturinn.

Það má finna upplýsingar um Real stars og verkefnin sem þau hafa unnið að á vefsíðunni þeirra sem er á sænsku og ensku.

Áhugasamir rekstararaðilar hótela og gistiheimila eru velkomnir en þurfa að tilkynna þátttöku á netfangið halldora.gunnarsdottir@reykjavik.is fyrir 25. október.