Alþjóðlegt átak um endurvinnslu raftækja | Reykjavíkurborg

Alþjóðlegt átak um endurvinnslu raftækja

föstudagur, 12. október 2018

Laugardaginn 13. október verður alþjóðlegt átak um endurvinnslu raftækja. Þetta verður árlegur viðburður sem nú fer fram í fyrsta skipti.

  • Alþjóðlegt átak um endurvinnslu raftækja
    Alþjóðlegt átak um endurvinnslu raftækja

 Átakinu er komið á fót af frumkvæði WEEE Forum og verður haldið í 20 löndum þar sem 40 aðilar vekja athygli á endurvinnslu raftækjaúrgangs og hvetja neytendur til að skila raftækjum.

WEEE-forum eru alþjóðleg samtök aðila sem fara með framleiðendaábyrgð vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs http://www.weee-forum.org/what-is-the-weee-forum.  Úrvinnslusjóður er í samtökunum og nýtur góðs af þeirri miklu þekkingu sem þar er.

Talið er að um 50 milljón tonn (50.000.000.000) af raftækjaúrgangi falli til á heimsvísu á árinu 2018. Einungis 20% af raftækjaúrgangi í heiminum er endurunnið sem þýðir að 40 milljónir tonna fara annað hvort í urðun, brennslu eða eru meðhöndlað á óásættanlegan hátt. Þrátt fyrir það búa um 66% af íbúa heimsins við löggjöf um raftækjaúrgang.

Það eru fleikleg verðmæti sem tapast þegar ekki er rétt staðið að meðhöndlun og endurvinnslu þeirra. Auk þess eru ýmis hættuleg efni í raftækjum sem þarf að meðhöndla og farga á réttan hátt. Sífellt er verið að herða kröfurnar um að endurvinnsla tækjanna verði sérhæfðari raftækjaendurvinnslu til að ná betur til baka málmum og sjaldgæfum jarðarefnum sem eru ýmist til í litlu magni eða mjög erfitt að vinna þau úr jörðu. Endurvinnsla efna sem þarf ekki að vinna úr námum er hagkvæm umhverfislega, félagslega og efnahagslega.

Reykjavíkborg mun kynna átakið sitt fljótlega fyrir borgarbúum en þar er markmiðið að minnka magn spilliefna og raftækja sem fer til urðunar. 

Hér er viðburðurinn á facebook 

Tenglar

Úrvinnslusjóður