Almenningssalerni við Esju

Umhverfi Mannlíf

""

Nýju  salernishúsi hefur verið komið fyrir hjá Mógilsá, við upphaf vinsællar gönguleiðar á Esju. Næstu daga verður húsið tengt við lagnir og gengið frá umhverfi þess. Mögulegt verður að opna aðstöðuna almenningi í næsta mánuði.

Þrjú salerni eru í nýja húsinu og er eitt þeirra sérsniðið fyrir fatlaða. Einnig er góð aðstaða fyrir þá sem hafa umsjón með húsunum. Rafmagn, sem og heitt og kalt vatn er lagt í húsið og fráveita verður í rotþró sem búið er að ganga frá. Húsið er innflutt einingahús. Hluti af verkinu er lagning stíga að því og gerð brúar yfir ána. Áætlaður kostnaður við verkið í heild er 35 - 40 milljónir króna.

Framkvæmdin er á vegum Reykjavíkurborgar. Hönnun önnuðust Yrki arkitektar og verkfræðistofan Hnit. Verkefnisstjórar voru Guðrún Birna Sigmarsdóttir og Marta María Jónsdóttir á skrifstofu framkvæmda og viðhalds Reykjavíkurborgar. Verktaki var Stálborg ehf og eftirlit var hjá NNE Verkfræðistofu. 

Nánari upplýsingar:  

Frétt uppfærð 18. maí kl. 15.30 varðandi áætlaðan kostnað.