Áhrif Kvennaverkfalls á þjónustu Reykjavíkurborgar

Stjórnsýsla

Laugardalslaug tóm um vetur

Kvennaverkfall þriðjudaginn 24 október mun hafa töluverð áhrif á starfsemi og þjónustu Reykjavíkurborgar, en um 75% starfsfólks borgarinnar eru konur eða kvár. Mikilvæg þjónusta fyrir viðkvæma hópa verður ekki skert, en víða verður lokað eða dregið úr þjónustu svo sem í sundlaugum, skólum og söfnum. Ekki verður dregið af launum vegna verkfallsins. 

Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023, þar sem konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þann daginn.  

Ljóst er að veruleg röskun verður á öllu samfélaginu þennan dag og gera má ráð fyrir að áhrifin verði mikil hjá Reykjavíkurborg.  

Stjórnendur borgarinnar hafa leitað leiða til þess að koma til móts við starfsfólk, þar sem því verður við komið, og skapa eftir bestu getu aðstæður á starfsstað og í starfsemi til að sem flestar konur og kvár hafi tök á að taka þátt í baráttudeginum á morgun, 24. október, að hluta eða í heild. Í þeim tilvikum þar sem það er ekki hægt, starfseminnar vegna, eru stjórnendur hvattir til að leita leiða til þess að starfsfólk geti með öðrum hætti sýnt samstöðu með kröfum dagsins. 

Hér er yfirlit yfir helstu þjónustu Reykjavíkurborgar Kvennaverkfallsdaginn: 

Leikskólar og grunnskólar 

Í 59 leikskólum í Reykjavík verður engin starfsemi á morgun.  

Í sex leikskólum verður opið en þjónustan skert í samræmi við fjölda karlkyns starfsmanna sem þar starfa. Leikskólarnir sex sem bjóða upp á skerta þjónustu eru Drafnarsteinn, Múlaborg, Nóaborg, Vesturborg, Rauðhóll og Seljaborg. 

Í 15 grunnskólum verður engin þjónusta á morgun vegna kvennafrísins. Í öðrum grunnskólum verður kennsla útfærð í samræmi við fjölda starfsfólks og hafa foreldrar fengið upplýsingar um fyrirkomulag frá viðkomandi skólum.  

Skólar og sérhæfðar félagsmiðstöðvar sem eru með fulla þjónustu:

Brúarskóli
Klettaskóli

Félagsmiðstöðin Askja
Félagsmiðstöðin Hellirinn
Félagsmiðstöðin Hof
Félagsmiðstöðin Höllin
Frístundaheimilið Gulahlíð

Einhverfudeildir tengdar grunnskólum

Skólar sem eru með fulla þjónustu fyrir yngri bekki: 

Borgarskóli (1. bekkur) 
Breiðholtsskóli (1. bekkur en skert í 2. og 3. bekk) 
Fellaskóli (1. og 2. bekkur, skert í 3. bekk) 
Hólabrekkuskóli (1., 2., 3. og 4. bekkur) 
Melaskóli (1. bekkur) 
Seljaskóli (1., 2., 3. og 4. bekkur) 
Ölduselsskóli (1. og 2. bekkur) 

Skólar sem bjóða upp á skerta þjónustu: 

Rimaskóli (1.-4. bekkur) Langholtsskóli (1. og 2. bekkur) 
Ingunnarskóli (1. bekkur) 
Háteigsskóli (1.-6. bekkur) 
Fossvogsskóli (1. og 2. bekkur) 
Foldaskóli (1.-3. bekkur) 
Dalskóli (1.-4. bekkur) 
Breiðagerðisskóli (1.-7. bekkur) 
Ártúnsskóli (1. bekkur) 
Austurbæjarskóli (1. bekkur) 

Frístundaheimili 

Frístundaheimili með fulla þjónustu: 

Klapparholt
Tígrisbær
Undraland

Frístundaheimili sem verða lokuð: 

Ljósið
Hraunheimar
Kastali
Kátakot
Regnboginn
Skýjaborgir
Víðisel

Í 13 frístundaheimilum verður starfsemi fyrir 1. bekk og viðkvæmustu hópana. Í fjórum verður starfsemi fyrir 1. bekk og 2. bekk og viðkvæmustu hópana. 

Frístund fyrir 1. bekk og viðkvæmustu hópana: 

Álfheimar 
Bakkasel 
Brosbær 
Eldflaugin 
Hvergiland 
Neðstaland 
Regnbogaland 
Selið 
Skólasel 
Úlfabyggð 
Vinaheimar 
Vinasel 

Frístund fyrir 1. og 2. bekk og viðkvæmustu hópana: 

Draumaland 
Glaðheimar 
Simbað Sæfari 
Töfrasel 
Vinafell 

Frístund fyrir viðkvæmustu hópana: 

Draumaland 
Halastjarnan 

Velferðarþjónusta 

Á velferðarsviði hafa verið gerðar ráðstafanir til að tryggja að nauðsynleg þjónusta skerðist ekki. Þetta á við þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum og í vinnu- og virknimiðaðri stoðþjónustu, heimahjúkrun, þjónustu á hjúkrunarheimilum og neyðarþjónustu við einstaklinga með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Önnur þjónusta sem getur beðið frestast. Skertur opnunartími verður í dagdvölum fyrir eldra fólk. Opið verður í dagdvölinni í Þorraseli frá 8 til 12 og á Esjutúni á Vitatorgi frá 10–13.30. 

Engin áhrif verða á heimsendingu matar. 

Opið og heitur matur í hádeginu: Bólstaðarhlíð, Vitatorg, Árskógar, Norðurbrún, Furugerði, Dalbraut 27, Lönguhlíð, Þorrasel og Hraunbær. 

Lokað verður í mötuneytum í Hvassaleiti, Aflagranda, Dalbraut 18, Borgum og Hæðagarði. 

Sundlaugar og söfn 

Allar sundlaugar Reykjavíkur verðar lokaðar á morgun nema Klébergslaug á Kjalarnesi sem verður opin frá klukkan 16-22.  

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardal verður opinn með skertri þjónustu.  

Sjóminjasafnið verður lokað. Önnur söfn á Borgarsögusafni verða opin (Landnámssýning, Ljósmyndasafn og Árbæjarsafn) 

Ásmundarsafn verður lokað. Önnur söfn Listasafns Reykjavíkur verða opin (Hafnarhús og Kjarvalsstaðir). 

Borgarbókasöfnin í Grófinni, Kringlunni og Gerðubergi verða opin til klukkan 16. Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal verður opið á meðan húsið er opið en þjónusta takmörkuð. Lokað verður í borgarbókasöfnunum í Árbæ, Spönginni, Sólheimum og Klébergi. 

Þjónustuver 

Þá verður fáliðað í þjónustuveri Reykjavíkurborgar vegna verkfallsins. Fólk er beðið að hafa eingöngu samband ef mál eru aðkallandi. Móttakan í Ráðhúsi Reykjavíkur verður lokuð en opið verður í Borgartúni. Það verður svo aftur tekið vel á móti öllum i á miðvikudag.