Áhrif Covid-19 á starfsemi borgarinnar

Covid-19 Stjórnsýsla

""

Reykjavíkurborg birtir nú nýtt mælaborð sem sýnir áhrif Covid-19 faraldursins á starfsemi borgarinnar.

Reykjavíkurborg hefur sett í loftið nýtt mælaborð sem sýnir  í tölum áhrif Covid-19 faraldursins á starfsemi borgarinnar. Í mælaborðinu birtast tölur um fjölda starfsfólks í sóttkví og einangrun. Tölurnar eru brotnar niður eftir fagsviðum og skrifstofum.

Síðan verður uppfærð tvisvar sinnum í viku með nýjustu tölum. Einnig verður síðan í stöðugri þróun á næstu dögum og má vænta frekari greininga og upplýsinga á henni.

Talsverð vinna felst í því að halda utan um gögnin á þeim sviðum sem hafa flest starfsfólkið eins og skóla- og frístundasvið og velferðarsvið en mikið mæðir á þeim í Covid-19 faraldrinum. Vinnur mannauðs- og starfsumhverfissvið í nánu samstarfi við þessa aðila að söfnun gagnanna.

Gagnaþjónusta Reykjavíkur, sem sér um hagnýtingu gagna og greiningar fyrir Reykjavíkurborg hefur unnið að gerð síðunnar.   

Covid-19 tölfræði Reykjavíkurborg