Aftakaveður á morgun – fólk hvatt til að halda sig heima

Samgöngur Stjórnsýsla

""

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­dag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.  

Reglulegt skólahald fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða engu að síður opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sína að halda – það er fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum.  

Veðrið gengur niður eftir kl. 15 samkvæmt spá sem þýðir að ýmis þjónusta raskast eða fellur niður í fyrramálið og jafnvel allan daginn.

  • Almennt skólahald fellur niður
  • Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu verða lokaðar en opna kl. 15
  • Frístundaheimili opna þegar viðvörunum lýkur. Eins og staðan er núna er appelsínugul viðvörun í gildi til kl. 15:00
  • Þjónustumiðstöðvar verða lokaðar til kl. 15
  • Skerðing verður á þjónustu heimahjúkrunar en neyðartilvikum sinnt eftir föngum.
  • Neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk verða opin allan daginn.
  • Söfn borgarinnar verða lokuð á morgun, en Borgarbókasafnið, Landnámssýningin og Ljósmyndasafn Reykjavíkur verða opnuð kl. 15 ef veður leyfir.
  • Þjónustuver Reykjavíkurborgar verður opið og svarar í síma.
  • Byrjað verður að keyra út heimsendan mat til íbúa í kvöld og haldið áfram strax upp úr hádegi á morgun ef veður leyfir. 
  • Félagsstarf aldraða verður lokað til kl 15:00

Fólk er hvatt til þess að halda sig heima í fyrramálið og fylgjast vel með tilkynningum frá almannavörnum í fjölmiðlum.  

Samkvæmt spám á veður að ganga niður eftir hádegi og verður hægt að vera á ferðinni eftir kl. 15 að öllu óbreyttu.

Staðan verður endurmetin í fyrramálið. 

IN ENGLISH

Red Weather Alert tomorrow – people should stay at home

The National Police Commissioner has declared an uncertainty for public safety for the whole country tomorrow, Friday 14. February.  A red weather alert has been issued for the greater Reykjavík area from 7 am (07:00), tomorrow morning. This means that noone should go outside unless in emergency.

All regular school activity will not be in function but schools remain open with minimum staff for people who need to work in emergency operations, such as police, ambulances, fire departments and rescue operations.

The big storm will go down after 3 pm. (15:00) which means that most services will be disrupted  tomorrow morning and even for the whole day.

People are urged to stay at home tomorrow and follow instructions from the authorities.

People should be able to go outside after 3 pm.

If necessary new announcements will be sent out tomorrow morning.

 

A LIST OF SERVICES THAT WILL BE AFFECTED

  • All schools will be closed except for those who work in emergency services.
  • Swimming pools will be closed until 3 pm.
  • After school leisure centres will be closed until 3 pm.
  • Reykjavík Service Centres will be closed until 3 pm.
  • Home nursing will be disrupted except in emergency.
  • Homeless shelters will be open all day.
  • Homesent meals will be delivered tonight and when the weather goes down tomorrow.
  • Social centres for senior citizens will be closed until 3 pm.
  • Reykjavík Service desk will be open answering calls in 411 1111
  • Museums will be closed, but the City Library outlets, the Settlement Exhibition and Reykjavík Museum of Photography will be open from 3 pm.