Að elska náttúruna - viðburður á Jónsmessu | Reykjavíkurborg

Að elska náttúruna - viðburður á Jónsmessu

miðvikudagur, 20. júní 2018

Lífríki borgarinnar skartar sínu fegursta á sumrin - gróðurinn dafnar og blómstrar, fuglarnir syngja, flugurnar suða og allir krókar og kimar iða af lífi. Einnig má njóta náttúrunnar í fræðslustund á vegum Reykjavík - iðandi af líði. Fræðslustundin nefnist Að elska náttúruna og verður í Elliðaárdal sunnudaginn 24. júní kl. 20.

  • Elliðaárdalur
    Elliðaárdalur

Til að fagna og vekja athygli á hinni fallegri náttúru í Reykjavík, verður boðið upp á á fjölbreytta og skemmtilega fræðsludagskrá í sumar í nafni fræðsluverkefnisins Reykjavík - iðandi af lífi. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis en boðið verður upp á leiðsögn og fræðslu.

Næsti viðburður nefnist Að elska náttúruna og verður í Elliðaárdal sunnudaginn 24. júní kl. 20.

* AÐ ELSKA NÁTTÚRUNA                   
Sunnudagur 24. júní kl. 20 - Elliðaárdalur.

Hvernig lærum við að elska náttúruna? Verkefnið okkar er að rækta sambandið við náttúruna og lífið á jörðinni í heild. Gildi náttúrunnar mótast ekki aðeins af sjónarhorni mannverunnar heldur alls sem lifir og hrærist á landi, hafi, sjó og lofti. Gunnar Hersveinn heimspekingur leiðir náttúrustund í Elliðaárdal og flytur hugvekju og gestir eru hvattir til að taka þátt. Dásamleg stund á Jónsmessukvöldi. Hist við Rafveituheimilið í Elliðaárdal.              

Tengill

Facebookviðburður - að elska náttúruna