Ábyrg heimagisting á Íslandi

Mannlíf Skipulagsmál

""

Sameiginleg yfirlýsing Reykjavíkurborgar og Airbnb

Í dag mun bókunarvefurinn Airbnb opna fyrir notkun á nýjum reit fyrir notendur sína á Íslandi sem gerir þeim mögulegt að birta skráningarnúmer sitt á síðunni. Airbnb mun í nánu samstarfi við íslensk yfirvöld kynna ferlið við rafræna skráningu heimagistingar á Íslandi til að auðvelda notendum síðunnar að fylgja íslenskum reglum.  Þetta er áfanganiðurstaða yfirstandandi viðræðna Reykjavíkurborgar og Airbnb. Viðræður og samstarf þessara aðila miða að því að gera heimagistingu í Reykjavík eins ábyrga og mögulegt er og Reykjavík að betri stað fyrir bæði íbúa og þá sem vilja sækja borgina heim.

Þetta er í samræmi við nýlegar breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sem gerir einstaklingum heimilt að skrá heimili sín til heimagistingar.  Samkvæmt lögunum:

  • Geta einstaklingar leigt út tvær eignir og skal fjöldi útleigðra daga í báðum eignum ekki fara yfir 90 daga samanlagt á ári og samanlagðar tekjur af leigu eignanna ekki nema hærri fjárhæð en 2 milljónum króna.
  • Þurfa einstaklingar með heimagistingu ekki að fara í gegnum flókið ferli leyfisveitinga þar sem þess er aðeins krafist að viðkomandi skrái heimagistinguna rafrænt og birti skráningarnúmer sitt á vefsíðunni.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir:

“Reykjavíkurborg hefur átt í viðræðum við Airbnb á þessu ári þar sem snert hefur verið á ýmsum þáttum  heimagistingar þar sem gífurleg aukning ferðamanna hefur haft víðtæk áhrif á samfélagið í borginni.  Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að allt ferlið við heimagistingu sé gagnsætt, sýnilegt og upp á borðum og að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu geti auðveldlega haft eftirlit með og fylgt eftir gildandi ákvæðum laga um heimagistingu.  Þessi viðbót á heimasíðu Airbnb er einn áfangi af viðræðum okkar við fyrirtækið, en að sama skapi mjög mikilvægur.“

Pieter Guldemond, sviðstjóri hjá Airbnb, segir:

“Íslendingar hafa um árabil verið jákvæðir í garð heimagistingar sem er mikilvæg viðbót við þá gistimöguleika sem eru í boði fyrir ferðamenn. Við erum mjög ánægð með að geta komið til móts við óskir um að auðvelda gestgjöfum að leigja út heimili sín á ábyrgan hátt.  Með slíkri samvinnu getum við hjálpað fjölskyldum við að fylgja settum reglum, auka tekjumöguleika sína og styrkja þannig samfélagið með því að koma til móts við þá þörf sem er á fjölbreytilegu gistirými á Íslandi.“

[1] Einstaklingar sem leigja út heimili sín lengur en 90 daga þurfa að sækja um rekstrar- og starfsleyfi.

 

STATEMENT IN ENGLISH

Helping hosts to share their homes responsibly in Iceland

REYKJAVIK, 13 December 2018 - From today, Airbnb will add a new field for hosts in Iceland to easily display their registration number on their listing page and will work closely with the authorities to promote the online registration process for home shares in Iceland, making it easier for hosts to comply with local rules. This is one of the results of an ongoing dialogue between the City of Reykjavik and Airbnb. The productive discussions will continue as both parties seek to promote responsible home sharing in Reykjavik and work on their common goal of making Reykjavik a better place to live and visit.

This follows new rules which were introduced in Iceland last year, allowing regular Icelanders to share their homes. According to the rules:

●    Hosts can share up to two homes up to 90 days per year combined and up to a total gross rental income of max. 2 million ISK

●    Hosts are spared from burdensome procedures and only need to register via an online process and display their registration number[1]

Dagur B. Eggertsson, Mayor of Reykjavik, said:

“The City of Reykjavik has been in discussions with Airbnb for the past year or so regarding various aspects of the home sharing market where we as a city have been experiencing rapid growth in tourism. We want to emphasize that everything should be visible and transparent when it comes to home sharing and the District Commissioner has been successfully enforcing the national legislation on home sharing. The introduction of this new registration field is one phase of the discussions which we are realizing today but an important one.”

Pieter Guldemond, Public Policy Manager at Airbnb, said:

“Iceland has long supported home sharing as a welcome addition to the accommodation offer, and we’re pleased to be supporting them by making it even easier for hosts to share their homes responsibly. By working together, we can help more local families to follow the rules, generate new revenue streams that make our communities stronger and help expand Iceland’s tourism offering.”

[1] Hosts who share their homes more frequently will need to register as a business