34 börn fá nemendaverðlaun

Nemendaverðlaun 2022

Nemendaverðlaun  skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Rimaskóla í dag, mánudaginn 23. maí 2022. Þetta er í tuttugasta skipti sem verðlaunin eru afhent til nemenda í grunnskólum borgarinnar sem skara fram úr í námi og starfi.

Fyrirmyndir sem hafa skarað fram úr

Alls bárust 34 tilnefningar að þessu sinni, frá grunnskólum í Reykjavík, um nemendur sem skarað hafa fram úr í námi, félagsfærni, virkni í félagsstarfi eða hafa sýnt frábæra frammistöðu á tilteknu sviði skólastarfs. Þeir nemendur sem tilnefndir voru í ár eru í 3.-10. bekk grunnskóla sem sýnir að nemendur á öllum aldri geta skarað fram úr og verið góðar fyrirmyndir.

Hægt var að tilnefna til verðlaunanna fyrir:

  • Góðan námsárangur, almennt eða í tiltekinni grein
  • Góðar framfarir í námi, almennt eða í tiltekinni grein
  • Virkni í félagsstarfi, að vera jákvæð fyrirmynd, sýna frumkvæði eða leiðtogahæfileika
  • Frábæra frammistöðu í íþróttum eða listum, s.s. skák, boltaíþróttum, sundi, frjálsum íþróttum, dansi, myndlist eða tónlist
  • Listsköpun eða tjáningu í skólastarfi, s.s. í myndlist, tónlist, leiklist, handmennt, dansi eða upplestri
  • Félagslega færni, samskiptahæfni og framlag til að bæta eða auðga bekkjaranda/skólaanda
  • Nýsköpun eða hönnun, s.s. smíði, hannyrðir eða tæknimennt.

Sú hefð hefur skapast að veita verðlaunahöfum bókarverðlaun og hafa bækur sem hlotið hafa Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar það árið orðið fyrir valinu. Bækur sem nemendur í 1.-5. bekk fengu í ár eru Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur en Linda fékk barnabókaverðlaunin í flokki myndlýsinga. Nemendur í 6.–10. bekk fengu bókina Ótemjur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem fékk barnabókverðlaunin í ár fyrir bestu frumsömdu bókina.

Eftirtaldir nemendur fengu Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs 2022:

 

Þór Ástþórsson

10. bekk

Austurbæjarskóli

May Yi Ou Li

10. bekk

Álftamýrarskóli

Eygló Dís Ármannsdóttir

10. bekk

Árbæjarskóli

Ragnheiður Gróa Elvarsdóttir

7. bekk

Ártúnsskóli

Viktoría Rós Róbertsdóttir

7. bekk

Borgaskóli

Anh Quynh Vu

3. bekk

Breiðholtsskóli

Sigþór Ari Vattnes Helgason

8. bekk

Dalskóli

Katrín Lilja Davíðsdóttir

3. bekk

Engjaskóli

Kimberly Rós Zanoria

10. bekk

Fellaskóli

Herdís Hörn Eggertsdóttir

10. bekk

Foldaskóli

Truc Diem Vuong

7. bekk

Fossvogsskóli

Jóakim Uni Arnaldsson

9. bekk

Hagaskóli

Helena Guðjohnsen Elísdóttir

7. bekk

Hamraskóli

Jón Sölvi Magnússon

10. bekk

Háteigsskóli

Valgerður Birna Magnúsdóttir

10. bekk

Hlíðaskóli

Ástrós Halla Jónsdóttir

10. bekk

Hólabrekkuskóli

Jakob Magnússon

7. bekk

Húsaskóli

Hekla Guðrún M. Pálsdóttir

7. bekk

Hvassaleitisskóli

Oscar Dagur Hernandez Aronsson

10. bekk

Klettaskóli

Nói Quinten Verwijnen

9. bekk

Klébergsskóli

Ágúst Minelga Ágústsson

10. bekk

Landakotsskóli

Rommel Ivar Q. Patagoc

10. bekk

Laugalækjarskóli

Erfan Smári Mustaphason

4. bekk

Laugarnesskóli

Leona Iguma

7. bekk

Melaskóli

Óttar Ögmundsson

10. bekk

Norðlingaskóli

Heiðrún Katla Haraldsdóttir

10. bekk

Rimaskóli

Sigrún Ósk Hallsdóttir

6. bekk

Selásskóli

Wanesa Agnieszka Michalska

10. bekk

Seljaskóli

Andrea Lind Ívarsdóttir Larota

4. bekk

Skóli Ísaks Jónssonar

Jóna Birna Kjartansdóttir

10. bekk

Sæmundarskóli

Dharma Elísabet Tómasdóttir

10. bekk

Tjarnarskóli

Alan Tri Ngo

9. bekk

Víkurskóli

Tinna Björk Kolbeinsdóttir

10. bekk

Vogaskóli

Guðmundur Kristinn Davíðsson

10. bekk

Ölduselsskóli