33 nemendur hljóta verðlaun

Skóli og frístund

""

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs voru afhent í sautjánda sinn við hátíðlega athöfn í Háteigsskóla í dag, 28. maí.

Formaður skóla- og frístundaráðs, Skúli Þ. Helgason, afhenti verðlaunin en þau hafa verið veitt árlega frá því 2003. Verðlaunin fá nemendur sem skara fram úr í námi og starfi í grunnskólum borgarinnar. Hver skóli tilnefnir einn nemanda  til verðlaunanna og sendir upplýsingar til valnefndar. Að þessu sinni bárust 33 tilnefningar um nemendur sem skara fram úr í námi,  félagsfærni, virkni í félagsstarfi eða hafa sýnt frábæra frammistöðu á tilteknu sviði skólastarfs. Aldur nemenda í ár spannar árgangana frá 4. - 10. bekkja  grunnskóla sem sýnir að nemendur á öllum aldri geta skarað fram úr og verið góðar fyrirmyndir á ólíkum sviðum.

Verðlaunin eru veitt fyrir;

  • Góðan námsárangur, almennt eða í tiltekinni grein
  • Góðar framfarir í námi, almennt eða í tiltekinni grein
  • Virkni í félagsstarfi, að vera jákvæð fyrirmynd, sýna frumkvæði eða leiðtogahæfileika
  • Frábæra frammistöðu í íþróttum eða listum, s.s. skák, boltaíþróttum, sundi, frjálsum íþróttum, dansi, myndlist eða tónlist
  • Listsköpun eða tjáningu í skólastarfi, s.s. í myndlist, tónlist, leiklist, handmennt, dansi eða upplestri
  • Félagslega færni, samskiptahæfni og framlag til að bæta eða auðga bekkjar- eða skólaanda
  • Nýsköpun eða hönnun, s.s. smíði, hannyrðir eða tæknimennt.

Sú hefð hefur skapast að veita verðlaunahöfum bókarverðlaun og hafa þær bækur sem hlotið hafa Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar það árið yfirleitt orðið fyrir valinu. Í ár hlutu þrjár bækur barnabókaverðlaunin. Yngsti aldurshópurinn fær bókina Sagan um Skarphéðin Dungal eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring en Rán fékk barnabókaverðlaunin sem mynhöfundur bókarinnar. Nemendur í 5. – 8. bekk fá bókina Villimærin fagra eftir Philip Pullman, en Guðni Kolbeinsson fékk verðlaun fyrir þýðingu sýna á bókinni. Nemendur í 9. og 10. bekk fá bókina Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur sem fékk Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár fyrir bestu frumsömdu bókina. 

Eftirtaldir nemendur hlutu Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs árið 2019;

1. Christal Mae Trinidad Villados, 10. bekk Austurbæjarskóla

2. Signý Lára Bjarnadóttir, 10. bekk Árbæjarskóla

3. Arnór Gauti Vignisson, 7. bekk Ártúnsskóla

4. Dominik Damian Matysko, 10. bekk Breiðholtsskóla

5. Katla Sigurðardóttir, 10. bekk Dalskóla

6. Jón Arnór Styrmisson, 10. bekk Fellaskóla

7. Ingólfur Bjarni Elíasson, 10. bekk Foldaskóla

8. Þóra Fanney Hreiðarsdóttir, 7. bekk Fossvogsskóla

9. Matthías Kristinsson Schram, 10. bekk Hagaskóla

10. Evanas Salickas, 5. bekk Hamraskóla

11. Hera Karín Hallbjörnsdóttir, 10. bekk Háaleitisskóla

12. Karin Guttesen, 9. bekk Háteigsskóla

13. Ólína Stefánsdóttir, 8. bekk Hlíðaskóla

14. James Andre Oyola Yllescas, 4. bekk Hólabrekkuskóla

15. Eiríkur Emil Hákonarson, 4. bekk Húsaskóla

16. Agnes Inger Axelsdóttir, 10. bekk Kelduskóla

17. Daníel Smári Hafþórsson, 10. bekk Klettaskóla

18. Valborg Elísabet Guðnadóttir, 9. bekk Klébergsskóla

19. Kirill Zolotuskíy, 9. bekk Landakotsskóla

20. Saga María Sæþórsdóttir, 8. bekk Langholtsskóla

21. Egill Helgason, 10. bekk Laugalækjarskóla

22. Savo Guðmundur Rakanovic, 4. bekk Laugarnesskóla

23. Helena Sörensdóttir, 7. bekk Melaskóla

24. Rúnar Lee Winship, 10. bekk Norðlingaskóla

25. Hákon Garðarsson, 10. bekk Rimaskóla

26. Þröstur Ingi Gunnsteinsson, 7. bekk Selásskóla

27. Beatriz Soares Ladeira, 10. bekk Seljaskóla

28. Úlfur Hnefill Ómarsson, 5. bekk Skóla Ísaks Jónssonar

29. Sara Ósk Einarsdóttir, 10. bekk Sæmundarskóla

30. Júlía Guðmundsdóttir Gaehwiller, 10. bekk Tjarnarskóla

31. Embla Nótt Pétursdóttir, 10. bekk Vogaskóla

32. Anh-Ngoc Bui, 5. bekk Vættaskóla

33. Kjartan Helgi Guðmundsson, 9. bekk Ölduselsskóla