33 framúrskarandi grunnskólanemar fá viðurkenningu

Skóli og frístund

""

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Laugalækjarskóla 7. júní. 33 nemendur úr 4.-10. bekk tóku þar við viðurkenningu úr hendi Skúla Helgasonar, borgarfulltrúa og formanns skóla- og frístundaráðs.

Nemendaverðlaunin eru veitt þeim grunnskólanemum sem skarað hafa fram úr á ýmsum sviðum í námi og skólastarfi, s.s. í því að ná góðum tökum á íslensku, í félagsfærni, virkni í félagsstarfi eða einfaldlega fyrir að vera fyrirmyndarmanneskjur. Verðlaunin eru í formi viðurkenningarskjals og bókar.

Við athöfnina í Laugalækjarskóla flutti Skúli Helgason formaður skóla- og frístundaráðs ávarp, og þrír nemendur í Tónskóla Sigursveins léku tónlist af mikilli list, þær Drífa Rán Solimene á fiðlu og Lára Rún Eggertsdóttir á píanó og Kristbjörg Katla Hinriksdóttir á þverflautu.     

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru nú afhent í nítjánda skipti en síðan vorið 2003 hafa árlega verið veittar viðurkenningar og verðlaun til nemenda í grunnskólum borgarinnar sem skara fram úr í námi og starfi. Hver grunnskóli tilnefnir einn nemanda til þessara verðlauna. 

Eftirtaldir nemendur fengu Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur;

  • Erna María Beck 10. bekk Austurbæjarskóla
  • Patience Mugabe Róbertsdóttir 10. bekk Álftamýrarskóla
  • Hera Christensen 10. bekk Árbæjarskóla.
  • Jón Kristófer Ólason 7. bekk  Ártúnsskóla
  • Inga María Arnardóttir 7. bekk Borgaskóla
  • Maríanna Heluisa Santos 10. bekk Breiðholtsskóla
  • Styrkár Vatnar Reynisson 6. bekk Dalskóla
  • Jón Bjartur Atlason 5. bekk Engjaskóla
  • Bali Nói Veselaj 10. bekk Fellaskóla
  • Tristan Máni Bjarnason 7. bekk Foldaskóla
  • Helena Lapas 7. bekk Fossvogsskóla
  • Ollie Sánchez-Brunete 10. bekk Hagaskóla
  • Dagmar Lilja Stefánsdóttir 7. bekk Hamraskóla
  • Norbert Szymczyk 10. bekk Háteigsskóla
  • Soffía Marey Guðjónsdóttir 4. bekk Hólabrekkuskóla
  • Auður Helga St. Valdimarsdóttir 7. bekk Húsaskóla
  • Bahara Hussaini 7. bekk Hvassaleitisskóla
  • Heiðrún Han Duong 4. bekk Ísaksskóla
  • Gabriel Vokri  10. bekk Klettaskóla
  • Elmar Darri Ríkarðsson 9. bekk Klébergsskóla
  • Nína Ísafold Daðadóttir 10. bekk Landakotsskóla
  • Hafliði Hafþórsson 10. bekk Laugalækjarskóla
  • Ása Soffía Davíðsdóttir 5. bekk Laugarnesskóla
  • Tinna Ósk Zhang 7. bekk Melaskóla
  • Stefanía Diljá Edilonsdóttir 10. bekk Norðlingaskóli
  • Hilmir Örn Ívarsson 10. bekk Rimaskóla
  • Ellen María Einarsdóttir 7. bekk Selásskóla
  • Sólveig Lív Jónsdóttir 10. bekk Seljaskóla
  • Bára Katrín Jóhannsdóttir 10. bekk Sæmundarskóla
  • Ívar Björgvinsson 10. bekk Tjarnarskóla
  • Alexandra Sól Bolladóttir 9. bekk Víkurskóla
  • Iðunn Anna Hannesdóttir 9. bekk Vogaskóla
  • Ísak Leó Atlason 10. bekk Ölduselsskóla

Til hamingju öll!