25 græn skref á skóla- og frístundasviði

Skóli og frístund

Starfsfólk í frístundamiðstöðinni Brúnni og Miðstöð útivistar og útináms í Gufunesbæ.
Frístundamiðstöðin Brúin og Miðstöð útvistar og útináms fá viðurkenningu fyrir græn skref.

22 græn skref á 15 starfsstöðum voru tekin hjá starfsstöðum skóla og frístundasviðs á síðasta ári.

Í því felast 3056 umhverfisvænar aðgerðir sem meðal annars felast í réttri flokkun, að kaupa umhverfisvottaðar hreinlætis- og ræstivörur, umhverfisvænni samgöngur, minni sóun, orkunotkun og mörgu öðru. Sjö luku fyrsta skrefi, fimm luku öðru skrefi og þrjár einingar þriðja skrefi.

Til viðbótar hafa þrjár starfsstöðvar tekið græn skref á þessu ári. Frístundaheimilið Hraunheimar, Skrifstofa skóla- og frístundasviðs, sem hvoru tveggja náðu þriðja skrefinu og Félagsmiðstöðin 105 sem lauk því fyrsta.

Samtals eru þetta 18 af þeim 119 starfsstöðvum skóla- og frístundasviðs sem skráðar eru í verkefnið Grænu skrefin eða rúm 15 prósent.

Starfsstöðvarnar 15 sem tóku skrefin 2022 eru: Langholtsskóli (skref 1), Leikskólinn Blásalir (skref 1 og 2), Leikskólinn Hálsaskógur (skref 1 og 2), Leikskólinn Reynisholt (skref 1), Frístundamiðstöðin Brúin (skref 3), Frístundaheimili Dalheimar (skref 1), Frístundaheimilið Eldflaugin (skref 2), Frístundaheimilið Frostheimar (skref 2), Frístundaheimilið Halastjarnan (skref 1 og 2), Frístundaheimilið Regnboginn (skref 1), Frístundaheimilið Vinasel (skref 1, 2 og 3), Félagsmiðstöðin Hólmasel (skref 1), Félagsmiðstöðin Gleðibankinn (skref 1), Félagsmiðstöðin Frosti (skref 1), Félagsmiðstöðin Hellirinn (skref 3).