Sundhöll Reykjavíkur: Karlaklefum lokað tímabundið
Loka þarf karlaklefum í Sundhöll Reykjavíkur tímabundið vegna rakaskemmda. Klefarnir verða lokaðir frá og með 5. desember og verða opnaðir aftur eftir úrbætur og úttekt.
Laugin verður opin öllum á meðan á framkvæmdum stendur. Gömlu kvennaklefarnir, sem hingað til hafa verið notaðir fyrir stúlkur í skólasundi, verða notaðir sem karlaklefar og fyrir skólasund drengja. Stúlkur í skólasundi munu nota nýja kvennaklefann.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að hljótast af þessari lokun.