Jólastemning þegar kveikt var á ljósunum á reykvíska jólatrénu í Þórshöfn í Færeyjum

Reykvíska jólatréð á Tinghúsvellinum í miðborg Þórshafnar.
Reykvíska jólatréð á Tinghúsvellinum í miðborg Þórshafnar.

Kveikt var á ljósunum á jólatrénu, sem er gjöf frá Reykvíkingum til Þórshafnarbúa, á Tinghúsvellinum í Færeyjum laugardaginn 29. nóvember síðastliðinn.

Þetta er í þrettánda sinn sem Reykvíkingar gefa Færeyingum tré að gjöf, en tréð var fellt í Heiðmörk á svæði Skógræktarfélags Reykjavíkur í síðasta mánuði. Um er að ræða sitkagrenitré og sá Eimskip um flutning trésins til Þórshafnar.

Sanna Magdalena Mörtudóttir flutti Þórshafnarbúum jólakveðju frá Reykvíkingum.
Sanna Magdalena Mörtudóttir flutti Þórshafnarbúum jólakveðju frá Reykvíkingum.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar var í Þórshöfn og afhenti Þórshafnarbúum formlega tréð við hátíðlega athöfn á Tinghúsvöllinum á laugardaginn. Elsa Berg, borgarstjóri, þakkaði Reykvíkingum fyrir tréð og vinskapinn milli borganna tveggja.

Jólasveinar í brunabíl glöddu vegfarendur.
Jólasveinar á brunabíl, léku við hvurn sinn fingur og glöddu vegfarendur í Þórshöfn

Jólasveinar óku um miðborgina í Þórshöfn og skemmtu þeim sem á vegi þeirra urðu. Einn þeirra fór svo í körfubíl og kveikti á ljósunum á toppi trésins við fögnuð viðstaddra.

Boðið upp á heitt kakó.
Vegfarendum boðið upp á heitt kakó.

Mannfjöldi var samankominn til að taka þátt í hátíðahöldunum og var veður með ágætum í Þórshöfn á laugardaginn og jólatréð er fallega skreytt. Gestum og gangandi var boðið upp á heitt kakó og flutt voru jólalög.

Kátir jólaveinar á Tinghúsvellinum
Kátir jólasveinar á Tinghúsvellinum í Þórshöfn í Færeyjum.

Sjá fleiri myndir og frásögn á heimasíðu Þórshafnar og á Facebooksíðu Þórshafnar