Óvirk umferðarljós

Samgöngur

Umferðarljós

Slökkt verður á umferðarljósum á gatnamótum Langholtsvegar/Álfheima á morgun, 26. nóvember.

Stefnt er að því slökkva á ljósunum kl. 09:00 og verða þau óvirk allan daginn. Þetta er vegna vinnu við endurnýjun umferðarljósabúnaðar, en m.a. er verið að skipta út perum fyrir LED, auk þess að umferðarljósin verða tengd miðlægri stýritölvu umferðarljósa og forgangskerfi fyrir almenningssamgöngur og neyðarbíla.

Töluverð umferð barna á leið í skólann er á gatnamótunum og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega.

Staðsetningu gatnamótanna má sjá hér.