Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Rema 1000 appelsínusafa í 1,5 l fernum.
Ástæða innköllunar
Galli er í umbúðum vörunnar.
Hver er hættan?
Galli í umbúðum getur gert matvæli óörugg til neyslu.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við
Vörumerki: Rema 1000
Vöruheiti: Appelsin Juice fra koncentrat
Geymsluþol: Best fyrir 19.05.2025
Lotunúmer: V3444 00:00 (síðustu fjórir tölustafirnir er klukka sem er breytileg milli ferna)
Strikamerki: 5705830017420
Nettómagn: 1,5 lítrar
Framleiðandi: Rynkeby Foods A/S
Framleiðsluland: Danmörk
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru
Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík.
Dreifing
Verslanir Bónus um land allt.
Leiðbeiningar til neytenda
Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig geta þeir skilað henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Nánari upplýsingar um innköllun
Gæðastjóri Aðfanga í síma 530 5600 eða í gegnum netfangið gm[hja]adfong.is.