Upptökur af kynningarfundum um Sundabraut

Samgöngur Skipulagsmál

fundur

Reykjavíkurborg hélt þrjá kynningarfundi með Vegagerðinni um matsáætlun og fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar vegna Sundabrautar. Fundirnir voru á Kjalarnesi, Laugardal og í Grafarvogi og voru upplýsandi og vel sóttir.

Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavík, vinnur að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta, dreifa umferð og bæta tengingar við og innan höfuðborgarsvæðisins, stytta akstursleiðir og ferðatíma og minnka þannig útblástur og mengun. Áætlaður framkvæmdatími er á árunum 2026-2031. Framkvæmdin verður boðin út sem samvinnuverkefni.

Upptökur 

Klébergsskóli þriðjudaginn 3. október:

Langholtsskóli 4. október:

Rimaskóli fimmtudaginn 5. október:

 

Athugasemdir til 19. október

Frekari upplýsingar er að finna á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar en opið er fyrir umsagnir og athugasemdir til 19. október 2023. Sjá hér: