Tvær umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Hagaskóla

Skóli og frístund

Framhlið Hagaskóla, hjólastandar fyrir utan og mörg reiðhjól. Blár himinn, grænt gras, gott veður.

Tvær umsóknir bárust eftir að staða skólastjóra Hagaskóla var auglýst nýlega og var annar umsækjenda Ómar Örn Magnússon doktorsnemi við Menntavísindasvið ráðinn.

"Bjartir tímar framundan hjá Hagaskóla"

S. Ingibjörg Jósefsdóttir, sem stýrt hefur skólanum frá árinu 2007, tók ákvörðun um að segja starfi sínu lausu og lýkur hún störfum sem skólastjóri í lok mars næstkomandi. Í bréfi til foreldra sagði hún ákvörðunina taka mið af því að veita nýjum stjórnanda tækifæri til fullrar þátttöku í þeirri mikilvægu mótunarvinnu sem framundan væri. „Þetta hafa verið yndisleg ár sem ég hef verið í Hagaskóla og fylgst með börnunum ykkar dafna og blómstra. Það eru bjartir tímar framundan hjá Hagaskóla,“ sagði hún jafnframt í bréfinu.