Sýning tileinkuð minningu Jóns H. Björnssonar

Garðyrkja Mannlíf

Gras og blóm á Austurvelli, fólk á gangi, ljósmyndasýning á stöplum við Pósthússtræti.

Sýning tileinkuð minningu Jóns H. Björnssonar stendur nú yfir í Pósthússtræti. Nú þegar öld er liðinn frá fæðingu hans heiðra íslenskir landslagsarkitektar minningu hans og þakka hið mikla brautryðjendastarf, sem hann lagði til fagstéttarinnar. Jón, sem hefur verið kenndur við gróðrastöðina Alaska, var fyrstur Íslendinga til að læra landslagsarkitekúr.

Garðlist er ein sú fegursta list sem til er. Efnið sem garðlistamaðurinn vinnur með er síbreytilegt í formi og litum eftir árstíðum og aldri. Hér vinnum við úr lifandi efni. Í stað penna eða penslastrika myndlistarmannsins eru línur garðsins gerðar af röðum runna, trjáa eða gangstíga.

Jón H. Björnsson - Lesbók Morgunblaðsins 17. júní 1973

Hann var ekki aðeins brautryðjandi á sviði umhverfismótunar og landslagsarkitektúrs á Íslandi, heldur einnig í garðplöntuframleiðslu, ræktun og fegrun Reykjavíkur. Hann var frumkvöðull í orðsins fyrstu merkingu.  Hann ól upp stóran hóp af ungu fólki og varð áhrifavaldur þeirra fjölmörgu sem völdu í framhaldinu skrúðgarðyrkju sem starfsgrein eða ýmsar iðngreinar hennar tengdri.