Æfingar sem efla gleði, hamingju og bjartsýni geta eflt skólabrag og búið til gott samfélag.
„Í samfélagi þar sem kennurum og börnum líður vel, minnkar einelti og hættan á skólaforðun minnkar. Ég hef mikla ástríðu fyrir þessu málefni og hef unnið að því að lyfta upp fjórum leiðum til að auka, gleði, hamingju og bjartsýni í skólum,“ segir Seth Sharp sem hefur starfað síðastliðið ár hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar sem verkefnastjóri gleðinnar.
Þurfa ekki gráðu í sálfræði til að verða sendiherrar
Það ár sem Seth hefur verið að störfum hafa orðið til 50 sendiherrar gleðinnar í skólum í Reykjavík. Þeir nota það prógramm sem Seth hefur búið til eða að búa til nýjar leiðir til að efla gleði og bjartsýni í skólasamfélaginu. „Þetta snýst um einfaldar æfingar og sendiherrarnir þurfa ekki að vera með gráðu í sálfræði til leiða starfið,“ segir Seth.
Ein æfinga getur til dæmis verið að hugsa og tala um eitthvað sem gladdi þig daginn áður. „Þetta færi fólk nær hvort öðru og býr til betra samfélag sem hefur verið sýnt fram á með rannsóknum. Þegar fólki líður vel í skólanum minnka líkur á einelti, meiri líkur á að börn eignist vini og að þau séu í góðu sambandi við kennarana,“ segir Seth og bætir við að í góðum skólabrag felast mikilvægar forvarnir. Skólarnir, frístundaheimilin og félagsmiðstöðvarnar geti að auki verið mikilvægt skjól fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir og góð tengsl í skólanum geta