Lýðræði og tjáningarfrelsi

Við Reykjavíkurtjörn

Opinn fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur mánudaginn 11. desember klukkan 11.30 til 13.00.

Umræðuefnið er lýðræði og tjáningarfrelsi og eru þrír gestir sem verða með erindi á fundinum.

Magnús Davíð Norðdahl, formaður mannréttinda og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar er fundarstjóri. 

Dagskrá:

11.30     Setning fundar

              Magnús Davíð Norðdahl, formaður mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar

 11.35    Mörk tjáningarfrelsis. Má ekkert lengur?     

              Dr. María Rún Bjarnadóttir, forstöðumaður Menntaseturs lögreglu.

11.50     Þverhausar og þversagnir: Er skautun umræðunnar óhjákvæmileg afleiðing umburðarlyndis? 

              Dr. Henry Alexander Henrysson, rannsóknarsérfræðingur á Siðfræðistofnun Háskóla Íslands

12.10     Mörk og markaleysi í umræðu - í fámennu samfélagi

              Auður Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður

12.25     Umræður og fyrirspurnir                                      

Léttur hádegisverður í boði!

Öll velkomin meðan húsrúm leyfir

www.reykjavik.is/mannrettindi